Mótmæla fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ 19. janúar 2008 13:23 Áætlanir um byggingu fjölbýlishúss við Vallargötu í Reykjanesbæ mættu mótstöðu á kynningarfundi sem haldinn var fyrir íbúa í nágrenninu í fyrradag. Frá þessu segir í Víkurfréttum. Húsið á að rísa á lóðinni handan við bílastæðið aftan við Sparisjóðshúsið á Tjarnargötu innan reitsins sem afmarkast af Vallargötu, Klapparstíg Kirkjuvegi og Aðalgötu. Það verður þrjár til fimm hæðir og 10,5 til 16,5 m á hæð og inniheldur allt að 63 íbúðum með bílastæðahús í kjallara og verður um að ræða íbúðir sem seldar verða á almennum markaði. Tvö hús sem nú standa myndu víkja fyrir framkvæmdunum, en það eru húsin að Vallargötu 7 og 9. Ekki er hægt að segja annað en að íbúar sem mættu á fundinn hafi látið óánægju sína í ljós því þeir töldu að með fyrirhugaðri byggingu myndu sum hús lenda í skugganum af henni og aðrir höfðu áhyggjur af skertu útsýni með tilkomu þess. Aukinheldur var rætt um áhrif á heildarmynd hverfisins og aukna umferð með fjölgun íbúa. Fulltrúar Kaldalóns ehf., sem hefur veg og vanda að verkinu, voru fyrir svörum og sögðu undirbúning að verkefninu hafa staðið yfir frá árinu 2005. Hann lagði áherslu á að þetta væru áætlanir sem enn væru ekki farnar í auglýsingaferli og íbúar í nágrenninu gætu sent athugasemdir til bæjarins. Þeir bentu á að þó hægt væri að gera aðfinnslur við bygginguna væru einnig miklir kostir sem fylgdu henni, eins og glæsilegur garður á milli nýja hússins og fjölbýlishússins að Kirkjuvegi 10-14. Stærð hússins væri í samræmi við margar nýlegar byggingar í nágrenninu og miðaði vel að þeirri stefnu að þétta eigi byggð miðsvæðis í bænum. Áætlanirnar fara í auglýsingu hjá skipulagsyfirvöldum innan tíðar og eftir það gefst íbúum færi á að gera formlegar athugasemdir við þær. Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Áætlanir um byggingu fjölbýlishúss við Vallargötu í Reykjanesbæ mættu mótstöðu á kynningarfundi sem haldinn var fyrir íbúa í nágrenninu í fyrradag. Frá þessu segir í Víkurfréttum. Húsið á að rísa á lóðinni handan við bílastæðið aftan við Sparisjóðshúsið á Tjarnargötu innan reitsins sem afmarkast af Vallargötu, Klapparstíg Kirkjuvegi og Aðalgötu. Það verður þrjár til fimm hæðir og 10,5 til 16,5 m á hæð og inniheldur allt að 63 íbúðum með bílastæðahús í kjallara og verður um að ræða íbúðir sem seldar verða á almennum markaði. Tvö hús sem nú standa myndu víkja fyrir framkvæmdunum, en það eru húsin að Vallargötu 7 og 9. Ekki er hægt að segja annað en að íbúar sem mættu á fundinn hafi látið óánægju sína í ljós því þeir töldu að með fyrirhugaðri byggingu myndu sum hús lenda í skugganum af henni og aðrir höfðu áhyggjur af skertu útsýni með tilkomu þess. Aukinheldur var rætt um áhrif á heildarmynd hverfisins og aukna umferð með fjölgun íbúa. Fulltrúar Kaldalóns ehf., sem hefur veg og vanda að verkinu, voru fyrir svörum og sögðu undirbúning að verkefninu hafa staðið yfir frá árinu 2005. Hann lagði áherslu á að þetta væru áætlanir sem enn væru ekki farnar í auglýsingaferli og íbúar í nágrenninu gætu sent athugasemdir til bæjarins. Þeir bentu á að þó hægt væri að gera aðfinnslur við bygginguna væru einnig miklir kostir sem fylgdu henni, eins og glæsilegur garður á milli nýja hússins og fjölbýlishússins að Kirkjuvegi 10-14. Stærð hússins væri í samræmi við margar nýlegar byggingar í nágrenninu og miðaði vel að þeirri stefnu að þétta eigi byggð miðsvæðis í bænum. Áætlanirnar fara í auglýsingu hjá skipulagsyfirvöldum innan tíðar og eftir það gefst íbúum færi á að gera formlegar athugasemdir við þær.
Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira