Hagnaður bandaríska bankans JP Morgan nam 2,97 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rétt rúmra 194 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Til samanburðar nam hagnaðurinn 4,53 milljörðum dala á síðasta fjórðungi 2006 4,5 milljörðum dala. Þetta er því 34 prósenta samdráttur á milli ára, sem skýrist að langmestu leyti af afskriftum um á 2,54 milljarða dala á bandarísku undirmálslánasafni bankans.
Þetta jafngildir því að hagnaður á hlut hafi numið 86 sentum samanborið við 1,26 dali í hitteðfyrra.
Niðurstaðan er undir væntingum stjórnenda bankans, að sögn Jamie Dimon, forstjóra JP Morgan.
Að öðru leyti námu tekjur bankans 17,38 milljörðum dala, sem er rúmlega sjö prósenta aukning á milli ára. Það er að nær öllu leyti komið frá hefðbundnum rekstri bankans, úr eignastýringu og öðru deildum, samkvæmt fréttastofu Associated Press.