Veggkrot eftir listamanninn Banksy slegið á 23 milljónir kr. Friðrik Indriðason skrifar 15. janúar 2008 08:19 Veggur á húsi í London var boðinn upp á netinu og að lokum sleginn á rúmlega 23 milljónir króna. Á veggnum er verk eftir hin dularfulla veggkrotslistamann Banksy. Þetta verk Banksy prýðir vegg á fjölmiðlafyrirtæki við Portobelloroad í vesturhluta London. Það var sett til sölu á uppboðsvefnum eBay og bárust alls 69 tilboð í verkið. Um er að ræða stærsta verk eftir Banksy sem selt hefur verið á uppboði. Það athyglisverða við þetta allt er að enginn veit með vissu hver Banksy er. Ekki var um að ræða að Banksy hefði málað verkið í skjóli nætur heldur fékk hann fólk til að setja dúk yfir vegginn svo hann gæti krotað verkið í friði. Á ebay var að finna nákvæma lýsingu á því hvernig Banksy tókst að mála verkið án þess að upp kæmist hver hann í rauninni er. Listfræðingar eru sammála um að hæfileikar Banksy sem myndlistarmanns séu óumdeildanlegir og nú þykir enginn maður með mönnum meðal listunnenda í Bretlandi og víðar nema viðkomandi eigi verk eftir hann. Sá sem keypti vegginn verður nú að skera hann í burtu frá húsinu og byggja annan vegg í staðinn og er talið að slíkt muni kosta um 700.000 krónur í viðbót við kaupverðið. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Veggur á húsi í London var boðinn upp á netinu og að lokum sleginn á rúmlega 23 milljónir króna. Á veggnum er verk eftir hin dularfulla veggkrotslistamann Banksy. Þetta verk Banksy prýðir vegg á fjölmiðlafyrirtæki við Portobelloroad í vesturhluta London. Það var sett til sölu á uppboðsvefnum eBay og bárust alls 69 tilboð í verkið. Um er að ræða stærsta verk eftir Banksy sem selt hefur verið á uppboði. Það athyglisverða við þetta allt er að enginn veit með vissu hver Banksy er. Ekki var um að ræða að Banksy hefði málað verkið í skjóli nætur heldur fékk hann fólk til að setja dúk yfir vegginn svo hann gæti krotað verkið í friði. Á ebay var að finna nákvæma lýsingu á því hvernig Banksy tókst að mála verkið án þess að upp kæmist hver hann í rauninni er. Listfræðingar eru sammála um að hæfileikar Banksy sem myndlistarmanns séu óumdeildanlegir og nú þykir enginn maður með mönnum meðal listunnenda í Bretlandi og víðar nema viðkomandi eigi verk eftir hann. Sá sem keypti vegginn verður nú að skera hann í burtu frá húsinu og byggja annan vegg í staðinn og er talið að slíkt muni kosta um 700.000 krónur í viðbót við kaupverðið.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira