Enn óróleiki á hlutabréfamörkuðum 7. janúar 2008 09:20 Verðbréfamiðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka á helstu fjármálamörkuðum í dag og ljóst að fjárfestar hafa ekki átt láni að fagna á nýju ári. Margir telja að í ljósi meira atvinnuleysis í Bandaríkjunum í desember en reiknað hafi verið með séu um helmingslíkur á því að efnahagskreppa dynji yfir þar í landi á næstunni og geti það haft víðtæk áhrif um heim allan, líkt og norska dagblaðið Aftenposten bendir á í dag. Árið hefur síður en svo byrjað vel. Hafa ber hins vegar í huga að markaðir hafa margir hverjir ekki verið opnir nema í örfáa daga það sem af er ári, sumir hluta úr degi. Þannig voru hlutabréfamarkaðir aðeins opnir í nokkra tíma í Japan á föstudag en þá féll Nikkei-vísitalan um 1,64 prósent. Í framhaldi af birtingu talna um atvinnuþátttöku vestanhafs féllu svo markaðir í Bandaríkjunum. Nikkei-vísitalan lækkaði aftur í dag, í þetta sinn um 1,3 prósent. Sveiflur eru hins vegar á mörkuðum í Bretlandi, Þýskalandi og í Frakklandi og eru rétt við óbreytt ástand. Lækkun er hins vegar á norrænum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur C20-vísitalan í Kaupmannahöfn lækkað um 0,65 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Ósló er niður um 0,8 prósent og í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi hefur vísitalan lækkað um 0,4 prósent. Viðskipti hefjast í Kauphöllinni klukkan tíu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka á helstu fjármálamörkuðum í dag og ljóst að fjárfestar hafa ekki átt láni að fagna á nýju ári. Margir telja að í ljósi meira atvinnuleysis í Bandaríkjunum í desember en reiknað hafi verið með séu um helmingslíkur á því að efnahagskreppa dynji yfir þar í landi á næstunni og geti það haft víðtæk áhrif um heim allan, líkt og norska dagblaðið Aftenposten bendir á í dag. Árið hefur síður en svo byrjað vel. Hafa ber hins vegar í huga að markaðir hafa margir hverjir ekki verið opnir nema í örfáa daga það sem af er ári, sumir hluta úr degi. Þannig voru hlutabréfamarkaðir aðeins opnir í nokkra tíma í Japan á föstudag en þá féll Nikkei-vísitalan um 1,64 prósent. Í framhaldi af birtingu talna um atvinnuþátttöku vestanhafs féllu svo markaðir í Bandaríkjunum. Nikkei-vísitalan lækkaði aftur í dag, í þetta sinn um 1,3 prósent. Sveiflur eru hins vegar á mörkuðum í Bretlandi, Þýskalandi og í Frakklandi og eru rétt við óbreytt ástand. Lækkun er hins vegar á norrænum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur C20-vísitalan í Kaupmannahöfn lækkað um 0,65 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Ósló er niður um 0,8 prósent og í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi hefur vísitalan lækkað um 0,4 prósent. Viðskipti hefjast í Kauphöllinni klukkan tíu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira