Real Madrid virðist hafa gefist upp á því að næla í Cristiano Ronaldo miðað við það sem Ramon Calderon sagði þegar Rafael van der Vaart var kynntur sem nýr leikmaður félagsins í dag.
Calderon sagði að Van der Vaart væri fyrsti leikmaðurinn sem kæmi til félagsins í sumar og líklega sá eini. Van der Vaart fór auðveldlega gegnum læknisskoðun í morgun og skrifaði síðan undir fimm ára samning.