ÍA gæti mætt Man City í UEFA-bikarkeppninni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. maí 2008 14:00 Leikmenn Manchester City fagna marki í vetur. Nordic Photos / Getty Images Það fékkst staðfest í morgun að Manchester City fær þátttökurétt í UEFA-bikarkeppninni sem prúðasta enska liðið sem hafði ekki þegar tyrggt sér sæti í Evrópukeppnunum. City hafði forystuna á önnur lið í ensku úrvalsdeildinni í þessum efnum en óttast var að rauða spjaldið sem Richard Dunne fékk er City tapaði 8-1 fyrir Middlesbrough í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar hefði kostað þá sætið og að Fulham fengi það í staðinn. Liðunum 74 sem taka þátt í fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarkeppninnar er raðað eftir landssvæðum og keppir City á norðursvæðinu ásamt liðum frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Lettlandi, Litháen, Eistlandi, Færeyjum, Írlandi, Wales og Lúxemborg. Þeim liðum er skipt í tvo styrkleikaflokka og er City í vitanlega í efri styrkleikaflokkinum. Ísland á tvo fulltrúa í keppninni - FH og ÍA. FH er í efri styrkleikaflokkinum og getur því ekki mætt öðrum liðum í þeim flokki í fyrstu umferðinni. ÍA er hins vegar í neðri styrkleikaflokkinum og getur því mætt Manchester City strax í fyrstu umferðinni. Dregið verður í byrjun júní. Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri City, var vitanlega hæstánægður með tíðindin þó svo að það sé alls ekki víst að hann verði áfram hjá félaginu. „Það er engu líkara að draumur okkar hafi ræst," sagði hann. „Okkur hefur dreymt um að komast í Evrópukeppnina allt tímabilið. Þetta er því skref í rétta átt því markmiðið hjá félaginu er að keppa í Meistaradeildinni og UEFA-bikarkeppnin mjög góður skóli fyrir liðið." Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Það fékkst staðfest í morgun að Manchester City fær þátttökurétt í UEFA-bikarkeppninni sem prúðasta enska liðið sem hafði ekki þegar tyrggt sér sæti í Evrópukeppnunum. City hafði forystuna á önnur lið í ensku úrvalsdeildinni í þessum efnum en óttast var að rauða spjaldið sem Richard Dunne fékk er City tapaði 8-1 fyrir Middlesbrough í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar hefði kostað þá sætið og að Fulham fengi það í staðinn. Liðunum 74 sem taka þátt í fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarkeppninnar er raðað eftir landssvæðum og keppir City á norðursvæðinu ásamt liðum frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Lettlandi, Litháen, Eistlandi, Færeyjum, Írlandi, Wales og Lúxemborg. Þeim liðum er skipt í tvo styrkleikaflokka og er City í vitanlega í efri styrkleikaflokkinum. Ísland á tvo fulltrúa í keppninni - FH og ÍA. FH er í efri styrkleikaflokkinum og getur því ekki mætt öðrum liðum í þeim flokki í fyrstu umferðinni. ÍA er hins vegar í neðri styrkleikaflokkinum og getur því mætt Manchester City strax í fyrstu umferðinni. Dregið verður í byrjun júní. Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri City, var vitanlega hæstánægður með tíðindin þó svo að það sé alls ekki víst að hann verði áfram hjá félaginu. „Það er engu líkara að draumur okkar hafi ræst," sagði hann. „Okkur hefur dreymt um að komast í Evrópukeppnina allt tímabilið. Þetta er því skref í rétta átt því markmiðið hjá félaginu er að keppa í Meistaradeildinni og UEFA-bikarkeppnin mjög góður skóli fyrir liðið."
Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira