Að rækta garðinn Steinunn Stefánsdóttir skrifar 17. maí 2008 06:00 Heimurinn er ekki stór og alltaf er hann að minnka. Fréttir berast yfir lönd og höf eins og hendi sé veifað og hægt er að fylgjast með viðburðum á skjám sjónvarps og tölvu um leið og þeir eiga sér stað. Þessi þróun færir þjóðir að mörgu leyti nær hver annarri. Það er því furðulega þröng sýn sem hefur verið áberandi undanfarna viku að ekki eigi að rétta hjálparhönd yfir hafið þegar verkefnin eru næg á heimavelli. Þessi sýn birtist í minnisblaði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varabæjarfulltrúa og formanns félagsmálaráðs á Akranesi, til þáverandi meirihluta bæjarstjórnar. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að ekki sé tímabært að taka á móti hópi flóttafólks af palestínskum uppruna frá Írak, að því er virðist vegna þess að félagsleg vandamál á Akranesi séu næg fyrir. Skemmst er frá að segja að þó að Magnúsi hafi fyrir vikið verið varpað úr meirihluta bæjarstjórnar á Akranesi þá hafa sjónarmið hans notið nokkurs fylgis meðal almennings. Til dæmis fylgdu 68% þeirra sem þátt tóku í könnun þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær Magnúsi að máli. Aðra birtingarmynd þessa heimóttarskapar mátti sjá á þingpöllum í vikunni, og var þá raunar meira í ætt við skrílslæti. Þá gerðu fulltrúar úr hópi bílstjóra hróp að þingmönnum meðan rætt var um hörmungar jarðskjálftanna í Kína og kölluðu að þeir ættu að hugsa um hag Íslendinga áður en þeir fjölluðu um fólk í útlöndum. Í umræðum í kjölfar upphlaups Magnúsar Þórs á Akranesi kom það sjónarmið fram að rækta ætti garðinn heima fyrir áður en hjálparhöndin væri rétt annað. Þetta vekur óneitanlega til umhugsunar um það hvernig þessi garður lítur út og hvað okkur finnst mikilvægt að í honum spretti. Til dæmis má velta fyrir sér hvort ekki sé öðrum þræði einmitt verið að rækta eigin garð þegar fórnarlömbum náttúruhamfara í öðrum álfum er lagt lið, eða þegar fólki sem ekki bara er heimilislaust heldur einnig landlaust er boðinn stuðningur við að hefja nýtt líf í nýju landi. Hollt er að minnast þess að fyrir 35 árum urðu náttúruhamfarir hér á landi. Stuðningur sá sem Íslendingum var sýndur í kjölfar þess að um 5000 Vestmannaeyingar þurftu að dvelja fjarri heimilum sínum mánuðum saman og sumir áttu ekki afturkvæmt, var ómetanlegur. Víst er að margar þær þjóðir sem á þessum tíma komu Íslendingum til hjálpar höfðu ærin verkefni að vinna heima fyrir. Náungakærleikur er meðal grunngilda þeirrar siðfræði sem við lifum eftir. Og náungann er ekki bara að finna í túnfætinum. Náunginn er um allan heim og garðurinn er býsna stór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Heimurinn er ekki stór og alltaf er hann að minnka. Fréttir berast yfir lönd og höf eins og hendi sé veifað og hægt er að fylgjast með viðburðum á skjám sjónvarps og tölvu um leið og þeir eiga sér stað. Þessi þróun færir þjóðir að mörgu leyti nær hver annarri. Það er því furðulega þröng sýn sem hefur verið áberandi undanfarna viku að ekki eigi að rétta hjálparhönd yfir hafið þegar verkefnin eru næg á heimavelli. Þessi sýn birtist í minnisblaði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varabæjarfulltrúa og formanns félagsmálaráðs á Akranesi, til þáverandi meirihluta bæjarstjórnar. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að ekki sé tímabært að taka á móti hópi flóttafólks af palestínskum uppruna frá Írak, að því er virðist vegna þess að félagsleg vandamál á Akranesi séu næg fyrir. Skemmst er frá að segja að þó að Magnúsi hafi fyrir vikið verið varpað úr meirihluta bæjarstjórnar á Akranesi þá hafa sjónarmið hans notið nokkurs fylgis meðal almennings. Til dæmis fylgdu 68% þeirra sem þátt tóku í könnun þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær Magnúsi að máli. Aðra birtingarmynd þessa heimóttarskapar mátti sjá á þingpöllum í vikunni, og var þá raunar meira í ætt við skrílslæti. Þá gerðu fulltrúar úr hópi bílstjóra hróp að þingmönnum meðan rætt var um hörmungar jarðskjálftanna í Kína og kölluðu að þeir ættu að hugsa um hag Íslendinga áður en þeir fjölluðu um fólk í útlöndum. Í umræðum í kjölfar upphlaups Magnúsar Þórs á Akranesi kom það sjónarmið fram að rækta ætti garðinn heima fyrir áður en hjálparhöndin væri rétt annað. Þetta vekur óneitanlega til umhugsunar um það hvernig þessi garður lítur út og hvað okkur finnst mikilvægt að í honum spretti. Til dæmis má velta fyrir sér hvort ekki sé öðrum þræði einmitt verið að rækta eigin garð þegar fórnarlömbum náttúruhamfara í öðrum álfum er lagt lið, eða þegar fólki sem ekki bara er heimilislaust heldur einnig landlaust er boðinn stuðningur við að hefja nýtt líf í nýju landi. Hollt er að minnast þess að fyrir 35 árum urðu náttúruhamfarir hér á landi. Stuðningur sá sem Íslendingum var sýndur í kjölfar þess að um 5000 Vestmannaeyingar þurftu að dvelja fjarri heimilum sínum mánuðum saman og sumir áttu ekki afturkvæmt, var ómetanlegur. Víst er að margar þær þjóðir sem á þessum tíma komu Íslendingum til hjálpar höfðu ærin verkefni að vinna heima fyrir. Náungakærleikur er meðal grunngilda þeirrar siðfræði sem við lifum eftir. Og náungann er ekki bara að finna í túnfætinum. Náunginn er um allan heim og garðurinn er býsna stór.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun