Portsmouth hálfri mínútu frá sigri á AC Milan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2008 22:00 Younes Kaboul fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Portsmouth og AC milan gerðu í kvöld 2-2 jafntefli í UEFA-bikarkeppninni en Portsmouth komst í 2-0 forystu í leiknum. Pippo Inzaghi skoraði jöfnunarmarkið þegar hálf mínúta var eftir af uppbótartíma í leiknum. Þá þagnaði Fratton Park en stuðningsmenn Portsmouth höfðu haldið uppi mikilli stemningu allan leikinn og voru afar nálægt því að fagna sigri á stórliði AC Milan. Portsmouth er að leika í fyrsta sinn í Evrópukeppni á þessari leiktíð. Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik en besta færið fékk Pippo Inzaghi hjá AC Milan. Andryi Shevchenko átti skot úr aukaspyrnu sem fór af varnarveggnum og fyrir Inzaghi sem stýrði boltanum í stöngina. Portsmouth var þó síst lakari aðilinn í fyrri hálfleik og komust svo yfir er Younes Kaboul skallaði inn sendingu Glen Johnson frá hægri. Það mark kom á 62. mínútu og níu mínútum síðar var Kanu að verki með skoti af stuttu færi, aftur eftir fyrirgjöf Johnson. Ronaldinho var ekki í byrjunarliðinu í kvöld en hann kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og var búinn að minnka muninn tíu mínútum síðar. Þá skoraði hann glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Inzaghi skoraði svo laglegt jöfnunarmark eftir að hann tók niður sendingu í teignum og skoraði af stuttu færi. Hermann Hreiðarsson sat allan leikinn á varamannabekk Portsmouth í kvöld. Portsmouth er nú með eitt stig í riðlinum eftir tvo leiki en AC Milan er í efsta sæti með sjö stig eftir þrjá leiki. Wolfsburg og Braga eru bæði með þrjú stig en þessi lið mætast einnig í kvöld. Evrópudeild UEFA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Portsmouth og AC milan gerðu í kvöld 2-2 jafntefli í UEFA-bikarkeppninni en Portsmouth komst í 2-0 forystu í leiknum. Pippo Inzaghi skoraði jöfnunarmarkið þegar hálf mínúta var eftir af uppbótartíma í leiknum. Þá þagnaði Fratton Park en stuðningsmenn Portsmouth höfðu haldið uppi mikilli stemningu allan leikinn og voru afar nálægt því að fagna sigri á stórliði AC Milan. Portsmouth er að leika í fyrsta sinn í Evrópukeppni á þessari leiktíð. Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik en besta færið fékk Pippo Inzaghi hjá AC Milan. Andryi Shevchenko átti skot úr aukaspyrnu sem fór af varnarveggnum og fyrir Inzaghi sem stýrði boltanum í stöngina. Portsmouth var þó síst lakari aðilinn í fyrri hálfleik og komust svo yfir er Younes Kaboul skallaði inn sendingu Glen Johnson frá hægri. Það mark kom á 62. mínútu og níu mínútum síðar var Kanu að verki með skoti af stuttu færi, aftur eftir fyrirgjöf Johnson. Ronaldinho var ekki í byrjunarliðinu í kvöld en hann kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og var búinn að minnka muninn tíu mínútum síðar. Þá skoraði hann glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Inzaghi skoraði svo laglegt jöfnunarmark eftir að hann tók niður sendingu í teignum og skoraði af stuttu færi. Hermann Hreiðarsson sat allan leikinn á varamannabekk Portsmouth í kvöld. Portsmouth er nú með eitt stig í riðlinum eftir tvo leiki en AC Milan er í efsta sæti með sjö stig eftir þrjá leiki. Wolfsburg og Braga eru bæði með þrjú stig en þessi lið mætast einnig í kvöld.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira