Síli og laxar Karen D. Kjartansdóttir skrifar 22. júlí 2008 06:00 Við árbakka úti á landi er hægt að veiða síli. Fyrir þá sem ekki vita þá eru það afskaplega litlir og ómerkilegir fiskar sem skipta þó sköpum í lífríkinu. Fækki þeim fækkar stærri fiskum og fuglum sem á þeim nærast. Systur mínar stunduðu eitt sinn hornsílaveiðar af kappi við ána. Það var þó úr vöndu að ráða þegar kom að því að nýta aflann og eitthvað fór það í taugarnar á móður minni að finna krukkur og fötur um húsið fullar af úldnu vatni og rotnuðum smáfiskum. Móðir mín var því manna fegnust þegar lítilli tjörn var komið fyrir nálægt kirkju við bæjarmörk næsta þorps. Hún bað systurnar vinsamlegast að hefja sílasleppingar þar. Það myndi eflaust veita börnunum í þorpinu gleði að fylgjast með leik hornsíla í tjörninni auk þess sem búseta þeirra þar gæti ef til vill laðað að sér endur sem síðar myndu eignast unga. Systurnar sáu þetta dásamlega samlífi fiska og fugla í tjörninni í hillingum, sannfærðar um að hornsílin myndu færa þorpsbúum ánægju um ókomna framtíð. Hornsílin stórvöxnu döfnuðu með eindæmum vel í tjörninni í þorpinu. Svo vel að næsta sumar tóku glöggir menn að furða sig á því að þar var farinn að svamla um ungur lax. Fróðir menn voru fengnir til að skoða aflann sem þorpsbörnin höfðu dregið þar á land. Undur náttúrunnar vöktu mönnum enn og aftur lotningu í brjósti. Fljótlega var komist að þeirri niðurstöðu að tilvist litlu stórlaxanna væri að öllum líkindum blanda af himneskum og jarðneskum atburðum. Einhver fuglinn hefði ugglaust misst fisk ítrekað ofan í vatnið á leið sinni um svæðið. Eitthvað sagði systrunum að þær kynnu að eiga einhvern þátt í náttúruundrinu ásamt laxasleppingum sem þar eru stundaðar svo ríkir menn geti síðar veitt þar stórlaxa en um það ákváðu þær að þegja. Koma fróðu mannanna að tjörninni til að kanna afla barnanna varð svo til þess að einhver þeirra hugsaði með sér að þarna gæti nú hugsanlega skapast hætta á drukknun. Var því komið upp stóreflis girðingu umhverfis tjörnina sem gerði börnunum ókleift að komast að henni og öndunum sem á hana var plantað ómögulegt að komast burtu. Næsta sumar voru þar engin börn, engar endur og enginn lax og hefur verið þannig síðan. Samt er ekki annað hægt en að glotta við tilhugsunina um að eitt sumar hafi bæjarbúum verið gefinn kostur á að veiða lax sem annars hefur nánast aðeins verið á færi ríkra útlendinga að handsama á svæðinu. Þó ætti fólk að varast að rugla saman laxi og sílum þótt tjörnin sem þau svamla í sé smá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun
Við árbakka úti á landi er hægt að veiða síli. Fyrir þá sem ekki vita þá eru það afskaplega litlir og ómerkilegir fiskar sem skipta þó sköpum í lífríkinu. Fækki þeim fækkar stærri fiskum og fuglum sem á þeim nærast. Systur mínar stunduðu eitt sinn hornsílaveiðar af kappi við ána. Það var þó úr vöndu að ráða þegar kom að því að nýta aflann og eitthvað fór það í taugarnar á móður minni að finna krukkur og fötur um húsið fullar af úldnu vatni og rotnuðum smáfiskum. Móðir mín var því manna fegnust þegar lítilli tjörn var komið fyrir nálægt kirkju við bæjarmörk næsta þorps. Hún bað systurnar vinsamlegast að hefja sílasleppingar þar. Það myndi eflaust veita börnunum í þorpinu gleði að fylgjast með leik hornsíla í tjörninni auk þess sem búseta þeirra þar gæti ef til vill laðað að sér endur sem síðar myndu eignast unga. Systurnar sáu þetta dásamlega samlífi fiska og fugla í tjörninni í hillingum, sannfærðar um að hornsílin myndu færa þorpsbúum ánægju um ókomna framtíð. Hornsílin stórvöxnu döfnuðu með eindæmum vel í tjörninni í þorpinu. Svo vel að næsta sumar tóku glöggir menn að furða sig á því að þar var farinn að svamla um ungur lax. Fróðir menn voru fengnir til að skoða aflann sem þorpsbörnin höfðu dregið þar á land. Undur náttúrunnar vöktu mönnum enn og aftur lotningu í brjósti. Fljótlega var komist að þeirri niðurstöðu að tilvist litlu stórlaxanna væri að öllum líkindum blanda af himneskum og jarðneskum atburðum. Einhver fuglinn hefði ugglaust misst fisk ítrekað ofan í vatnið á leið sinni um svæðið. Eitthvað sagði systrunum að þær kynnu að eiga einhvern þátt í náttúruundrinu ásamt laxasleppingum sem þar eru stundaðar svo ríkir menn geti síðar veitt þar stórlaxa en um það ákváðu þær að þegja. Koma fróðu mannanna að tjörninni til að kanna afla barnanna varð svo til þess að einhver þeirra hugsaði með sér að þarna gæti nú hugsanlega skapast hætta á drukknun. Var því komið upp stóreflis girðingu umhverfis tjörnina sem gerði börnunum ókleift að komast að henni og öndunum sem á hana var plantað ómögulegt að komast burtu. Næsta sumar voru þar engin börn, engar endur og enginn lax og hefur verið þannig síðan. Samt er ekki annað hægt en að glotta við tilhugsunina um að eitt sumar hafi bæjarbúum verið gefinn kostur á að veiða lax sem annars hefur nánast aðeins verið á færi ríkra útlendinga að handsama á svæðinu. Þó ætti fólk að varast að rugla saman laxi og sílum þótt tjörnin sem þau svamla í sé smá.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun