Við Guðmundur Steingrímsson skrifar 12. júlí 2008 06:00 Fyrir nokkrum árum fylgdist þjóðin eftirvæntingarfull með þegar einkaþota með skáksnillingnum Bobby Fischer lenti og hinn nýi Íslendingur var boðinn velkominn til landsins með miklu húllumhæi. „Mr. Fischer," spurði einn fréttahaukurinn, svo þónokkrir sjónvarpsáhorfendur fengu kjánahroll, "how does it feel to be home?" BOBBY heitinn Fischer var flóttamaður. Íslendingar lögðu sig í þónokkuð vesen við að fá því framgengt að hann mætti flytja til Íslands frá Japan og fá hér ríkisborgararétt. Í því ferli var ekki vísað í neina Dyflinarsáttmála eða aðra slíka sem veita íslenskum yfirvöldum á einhvern hátt frelsi til þess að láta sér fátt um finnast þegar flóttafólk er annars vegar. Okkur greinilega dauðlangaði að gera Fischer að ríkisborgara. Vegna hvers var það? Var það kannski vegna þess að hann var frægur? Ég veit það ekki. Það kann að hafa ráðið úrslitum. PAUL Ramses er hins vegar ekkert frægur. Jafnvel virðist hálfpartinn reynt að gera lítið úr því að hann sé pólitíkus í Kenía. Að ástandið þar sé honum hættulegt sá ég einnig í fréttum í vikunni að einhver dró í efa. Sú staðreynd að maðurinn beinlínis yfirgaf ættjörð sína liggur einhvern veginn milli hluta, léttvæg fundin. Hvernig tilfinning ætli það sé annars, ef maður spáir í það, að yfirgefa ættjörð sína og ætla sér aldrei að koma aftur? Gera menn svoleiðis að gamni sínu? OG Paul Ramses á ekki bara vini á Íslandi, líkt og Fischer átti. Hann á hér ættingja, ungabarn og konu. Maðurinn hafði einnig getið sér gott orð við ýmis störf hér á landi. Orðstír hans var og er góður, sem samkvæmt okkar bókmenntaarfleið er jú einhver stærsti fjársjóður sem manneskja getur átt, ásamt góðri fjölskyldu og vinum. ÖLL erum við flóttafólk segir sú sama bókmenntaarfleið reyndar. Sá uppruni virðist hins vegar ekki skila sér í auknum skilningi á aðstæðum hælisleitenda í samtímanum. Í stjórnvaldsaðgerðum sínum draga embættismenn og stjórnmálamenn oft upp mynd af þjóðinni, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því hvernig við högum okkur gagnvart fólki sem hingað leitar eftir hæli - sem birtist m.a. í þessum tveimur dæmum af Fischer annars vegar og Ramses hins vegar - hefur ákaflega harðneskjuleg mynd verið dregin upp af okkur. Við erum samkvæmt henni ekki mjög viðkunnanlegt fólk. Snobbaðar smásálir kannski? MEÐ strokleðri og góðum vilja er hægt að breyta þeirri mynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór
Fyrir nokkrum árum fylgdist þjóðin eftirvæntingarfull með þegar einkaþota með skáksnillingnum Bobby Fischer lenti og hinn nýi Íslendingur var boðinn velkominn til landsins með miklu húllumhæi. „Mr. Fischer," spurði einn fréttahaukurinn, svo þónokkrir sjónvarpsáhorfendur fengu kjánahroll, "how does it feel to be home?" BOBBY heitinn Fischer var flóttamaður. Íslendingar lögðu sig í þónokkuð vesen við að fá því framgengt að hann mætti flytja til Íslands frá Japan og fá hér ríkisborgararétt. Í því ferli var ekki vísað í neina Dyflinarsáttmála eða aðra slíka sem veita íslenskum yfirvöldum á einhvern hátt frelsi til þess að láta sér fátt um finnast þegar flóttafólk er annars vegar. Okkur greinilega dauðlangaði að gera Fischer að ríkisborgara. Vegna hvers var það? Var það kannski vegna þess að hann var frægur? Ég veit það ekki. Það kann að hafa ráðið úrslitum. PAUL Ramses er hins vegar ekkert frægur. Jafnvel virðist hálfpartinn reynt að gera lítið úr því að hann sé pólitíkus í Kenía. Að ástandið þar sé honum hættulegt sá ég einnig í fréttum í vikunni að einhver dró í efa. Sú staðreynd að maðurinn beinlínis yfirgaf ættjörð sína liggur einhvern veginn milli hluta, léttvæg fundin. Hvernig tilfinning ætli það sé annars, ef maður spáir í það, að yfirgefa ættjörð sína og ætla sér aldrei að koma aftur? Gera menn svoleiðis að gamni sínu? OG Paul Ramses á ekki bara vini á Íslandi, líkt og Fischer átti. Hann á hér ættingja, ungabarn og konu. Maðurinn hafði einnig getið sér gott orð við ýmis störf hér á landi. Orðstír hans var og er góður, sem samkvæmt okkar bókmenntaarfleið er jú einhver stærsti fjársjóður sem manneskja getur átt, ásamt góðri fjölskyldu og vinum. ÖLL erum við flóttafólk segir sú sama bókmenntaarfleið reyndar. Sá uppruni virðist hins vegar ekki skila sér í auknum skilningi á aðstæðum hælisleitenda í samtímanum. Í stjórnvaldsaðgerðum sínum draga embættismenn og stjórnmálamenn oft upp mynd af þjóðinni, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því hvernig við högum okkur gagnvart fólki sem hingað leitar eftir hæli - sem birtist m.a. í þessum tveimur dæmum af Fischer annars vegar og Ramses hins vegar - hefur ákaflega harðneskjuleg mynd verið dregin upp af okkur. Við erum samkvæmt henni ekki mjög viðkunnanlegt fólk. Snobbaðar smásálir kannski? MEÐ strokleðri og góðum vilja er hægt að breyta þeirri mynd.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun