Sinfó undir áhrifum austurs 2. október 2008 06:00 Nico Muhly Áhugavert bandarískt tónskáld á verk á tónleikum Sinfónínunnar í kvöld og annað kvöld. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld verða með austurlensku yfirbragði, nánar tiltekið indónesísku, en þá verður flutt tónlist sem á einn eða annan hátt sækir innblástur í gamelan-tónlist frá Jövu og Balí. Á föstudaginn verður síðan hluti efnisskrárinnar, nánar tiltekið verkin eftir Colin McPhee og Nico Muhly, endurtekinn á „Heyrðu mig nú!" tónleikum sem hafa óformlegra yfirbragð en hefðbundnir tónleikar, enda sniðnir að þörfum yngri kynslóða tónlistarunnenda. Hin seiðandi indónesíska slagverkstónlist sem kallast gamelan barst fyrst til Vesturlanda á heimssýningunni í París 1889, en þar heyrði Claude Debussy hana. Áhrifa frá þeirri reynslu gætir ótvírætt í marglitum og mögnuðum tónavef hans upp frá því, ekki síst í stórvirkinu La Mer sem flutt verður á tónleikunum. Hljómsveitin flytur einnig konsert fyrir tvö píanó eftir Frances Poulenc, og er ljóst að hann var ekki síður undir áhrifum gamelan en Debussy. Þó hafa væntanlega fáir gengið eins langt í aðdáun sinni á gamelan eins og kanadíska tónskáldið Colin McPhee, en hann fluttist til Balí og bjó þar í tíu ár. Verkið Tabuh-Tabuhan frá 1936, sem einnig er á efnisskrá tónleikanna, ber þess skýr merki og er auk þess markverður upptaktur að naumhyggju í tónlist sem komst í tísku löngu síðar. Síðast en ekki síst flytur hljómsveitin verkið Wish you were here eftir bandaríkjamanninn Nico Muhly. Hann er klárlega einn áhugaverðasti tónhöfundur vestanhafs nú um stundir og hefur hann unnið að afar fjölbreyttum verkefnum. Auk hefðbundinna tónsmíða hefur hann unnið með listamönnum úr poppheiminum á borð við Anthony Hegarthy, Valgeir Sigurðsson og Björk. Stjórnandi á tónleikunum er James Gaffigan, en einleik - eða tvíleik - í verkum Poulencs og McPhee leika Svíarnir Roland Pöntinen og Love Derwinger. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30 í kvöld en kl. 21 annað kvöld. - vþ Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld verða með austurlensku yfirbragði, nánar tiltekið indónesísku, en þá verður flutt tónlist sem á einn eða annan hátt sækir innblástur í gamelan-tónlist frá Jövu og Balí. Á föstudaginn verður síðan hluti efnisskrárinnar, nánar tiltekið verkin eftir Colin McPhee og Nico Muhly, endurtekinn á „Heyrðu mig nú!" tónleikum sem hafa óformlegra yfirbragð en hefðbundnir tónleikar, enda sniðnir að þörfum yngri kynslóða tónlistarunnenda. Hin seiðandi indónesíska slagverkstónlist sem kallast gamelan barst fyrst til Vesturlanda á heimssýningunni í París 1889, en þar heyrði Claude Debussy hana. Áhrifa frá þeirri reynslu gætir ótvírætt í marglitum og mögnuðum tónavef hans upp frá því, ekki síst í stórvirkinu La Mer sem flutt verður á tónleikunum. Hljómsveitin flytur einnig konsert fyrir tvö píanó eftir Frances Poulenc, og er ljóst að hann var ekki síður undir áhrifum gamelan en Debussy. Þó hafa væntanlega fáir gengið eins langt í aðdáun sinni á gamelan eins og kanadíska tónskáldið Colin McPhee, en hann fluttist til Balí og bjó þar í tíu ár. Verkið Tabuh-Tabuhan frá 1936, sem einnig er á efnisskrá tónleikanna, ber þess skýr merki og er auk þess markverður upptaktur að naumhyggju í tónlist sem komst í tísku löngu síðar. Síðast en ekki síst flytur hljómsveitin verkið Wish you were here eftir bandaríkjamanninn Nico Muhly. Hann er klárlega einn áhugaverðasti tónhöfundur vestanhafs nú um stundir og hefur hann unnið að afar fjölbreyttum verkefnum. Auk hefðbundinna tónsmíða hefur hann unnið með listamönnum úr poppheiminum á borð við Anthony Hegarthy, Valgeir Sigurðsson og Björk. Stjórnandi á tónleikunum er James Gaffigan, en einleik - eða tvíleik - í verkum Poulencs og McPhee leika Svíarnir Roland Pöntinen og Love Derwinger. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30 í kvöld en kl. 21 annað kvöld. - vþ
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira