Óttast er að Didier Drogba hafi slitið krossbönd í hné er Chelsea gerði markalaust jafntefli við Cluj í Rúmeníu í kvöld.
Drogba er nýbúinn að jafna sig á hnémeiðslum og fór frá leikvanginum í kvöld á hækjum.
Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, sagði að John Terry og Alex hefðu einnig orðið fyrir meiðslum í leiknum. Ashley Cole myndi hins vegar ná sér fyrir helgina en hann missti af leiknum í kvöld vegna meiðsla.
Michael Essien er frá í langan tíma vegna krossbandaslita og þá eru þeir Joe Cole, Deco og Ricardo Carvalho einnig meiddir.
Drogba með slitin krossbönd?
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Fleiri fréttir
