Bankauppgjöra beðið í Bandaríkjunum 10. apríl 2008 20:07 Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku. Fréttastofa Associated Press segir að þótt nokkrar af stærstu verslanakeðjum Bandaríkjanna hafi greint frá verri hag en áður hafi lágvörukeðjur á borð við Wal-Mart og Costco greint frá góðri sölu á matvælum og eldsneyti í marsmánuði. Megi reikna með að salan muni gefa nokkuð í eftir því sem líði á árið. Fréttastofan hefur sömuleiðis eftir fjármálasérfræðingum að enn eigi eftir að koma í ljós hversu djúp spor undirmálslánakrísan hefur sett í afkomu fjármálafyrirtækja. Það skýrist í næstu viku þegar bankarnir skila inn uppgjörum sínum fyrir nýliðinn fjórðung. Haft er eftir Alan Gayle, sérfræðingi hjá fjármálafyrirtækinu RidgeWorth Capital Management, að eina stundina telji menn fjármálakreppuna á enda. Aðra komi svo upp á yfirborðið skrýtnar fréttir á borð við þær sem komu í dag þegar bandaríski bankinn Lehman Brothers tilkynnti að hann hefði lokað þremur sjóðum vegna erfiðleika við fjármögnun. Hefði hann af þeim sökum afskrifað einn milljarð bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 70 milljarða íslenskra króna. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,44 prósent, Nasdaq-vísitalan um 1,27 prósent og S&P-500 vísitalan fór upp um 0,45 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku. Fréttastofa Associated Press segir að þótt nokkrar af stærstu verslanakeðjum Bandaríkjanna hafi greint frá verri hag en áður hafi lágvörukeðjur á borð við Wal-Mart og Costco greint frá góðri sölu á matvælum og eldsneyti í marsmánuði. Megi reikna með að salan muni gefa nokkuð í eftir því sem líði á árið. Fréttastofan hefur sömuleiðis eftir fjármálasérfræðingum að enn eigi eftir að koma í ljós hversu djúp spor undirmálslánakrísan hefur sett í afkomu fjármálafyrirtækja. Það skýrist í næstu viku þegar bankarnir skila inn uppgjörum sínum fyrir nýliðinn fjórðung. Haft er eftir Alan Gayle, sérfræðingi hjá fjármálafyrirtækinu RidgeWorth Capital Management, að eina stundina telji menn fjármálakreppuna á enda. Aðra komi svo upp á yfirborðið skrýtnar fréttir á borð við þær sem komu í dag þegar bandaríski bankinn Lehman Brothers tilkynnti að hann hefði lokað þremur sjóðum vegna erfiðleika við fjármögnun. Hefði hann af þeim sökum afskrifað einn milljarð bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 70 milljarða íslenskra króna. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,44 prósent, Nasdaq-vísitalan um 1,27 prósent og S&P-500 vísitalan fór upp um 0,45 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira