Álaborg er komið með sjö stiga forskot á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Liðið vann 3-0 sigur á Randers í gær. Midtjylland situr í öðru sæti.
Kári Árnason lék allan leikinn með AGF sem gerði jafntefli við meistarana í FC Kaupmannahöfn 1-1 á útivelli. AGF er í tíunda sæti deildarinnar.
Sjö umferðir eru eftir af dönsku deildinni.