Uppskrift af Nóatún.is
Fjöldi matargesta: 4
Reykt andarbringa með appelsínu basil vinagrett
1 pk. Reyktar andarbringur , sneiddar
1 poki klettasalat
1 Stk. appelsína, rífa börkinn
10 lauf Basil, saxað
0.5 dl. ólífuolía
1 Msk. rauðvínsedik
salt
pipar
Leiðbeiningar
Rífið niður börkinn af hálfri appelsínunni og setjið í skál ásamt basil, olíu, ediki, salti og pipar.
Skerið appelsínuna í sundur og kreistið safann úr helmingnum og setjið í skálina. Kryddið með salti og pipar.
Setjið salatið á disk, raðið öndinni yfir salatið og dreypið dressingunni yfir.