Seldi myndlistarsýningu í heilu lagi til Danmerkur 17. desember 2008 04:00 Seldi heila sýningu til Danmerkur og fagnar því að verkin fái að fylgjast að.fréttablaðið/vilhelm „Þetta er voðalega gaman. Myndirnar fjalla meðal annars um stríð, svik og sorg," segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlistarmaður sem nýverið seldi heila myndlistarsýningu til Danmerkur. Kristín Ragna hélt í september sýningu í Þjóðminjasafninu á myndverkum sem eru í bókinni Örlögum guðanna sem er eftir Kristínu við texta Ingunnar Ásdísardóttur. Daninn Ib Hessov rambaði þar inn, hreifst svo mjög af myndunum að heim kominn setti hann sig í samband við Kristínu. Kom þá á daginn að hann er innkaupastjóri fyrir virt listaverkasafn í eigu spítala í Árósum - Kunstudvalget v/ Århus Sygehus. Safnið einbeitir sér að nútímalist og er virt í sinni sveit. Hann hafði engar vöflur á og keypti alla sýninguna. „Já, þetta var sölusýning," segir Krisín Ragna sem fagnar því að myndirnar fái að fylgjast að. Um er að ræða 21 mynd af um 60 myndum sem prýða bókina Örlög guðanna sem hlaut á dögunum tilnefningu til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna. Kristín sérvaldi myndirnar á sýninguna þannig að þær mynda eina heild. „Ég eyddi miklum tíma í að velja myndirnar saman og texti Ingunnar, sem nú er verið að þýða yfir á dönsku, lýsir stemningum þeirra. Þær byggja á sögum úr norrænni goðafræði, fjalla um sköpunina, þegar svo heimurinn hefur tortímst og vonin vaknar á ný." Myndirnar, sem hver um sig er 63x39 og leggja því undir sig góðan vegg saman, hafa verið sendar til Danmerkur og er verið að taka þær upp þar. Kristín segir að gaman væri að fara út til að vera við opnunina en veit ekki hvað verður í kreppunni. Hún svarar ábendingu blaðamanns um að ekki ætti að vera mikið mál fyrir danskinn að standa undir kostnaði vegna þess í ljósi gengismála hlær Kristín og segir: „Já, við erum víst á útsölu." Og ekki er hægt að segja að þessi gullfallegu myndverk hafi verið dýr en Kristín verðlagði þær hverja um sig á 24 þúsund krónur. „Með það fyrir augum að fólk gæti eignast myndirnar," segir hún. En þetta þýðir að Ib Hessov hefur greitt fyrir verkin rúma hálfa milljón. En líklega leggst einhver kostnaður þar á.jakob@frettabladid.is Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
„Þetta er voðalega gaman. Myndirnar fjalla meðal annars um stríð, svik og sorg," segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlistarmaður sem nýverið seldi heila myndlistarsýningu til Danmerkur. Kristín Ragna hélt í september sýningu í Þjóðminjasafninu á myndverkum sem eru í bókinni Örlögum guðanna sem er eftir Kristínu við texta Ingunnar Ásdísardóttur. Daninn Ib Hessov rambaði þar inn, hreifst svo mjög af myndunum að heim kominn setti hann sig í samband við Kristínu. Kom þá á daginn að hann er innkaupastjóri fyrir virt listaverkasafn í eigu spítala í Árósum - Kunstudvalget v/ Århus Sygehus. Safnið einbeitir sér að nútímalist og er virt í sinni sveit. Hann hafði engar vöflur á og keypti alla sýninguna. „Já, þetta var sölusýning," segir Krisín Ragna sem fagnar því að myndirnar fái að fylgjast að. Um er að ræða 21 mynd af um 60 myndum sem prýða bókina Örlög guðanna sem hlaut á dögunum tilnefningu til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna. Kristín sérvaldi myndirnar á sýninguna þannig að þær mynda eina heild. „Ég eyddi miklum tíma í að velja myndirnar saman og texti Ingunnar, sem nú er verið að þýða yfir á dönsku, lýsir stemningum þeirra. Þær byggja á sögum úr norrænni goðafræði, fjalla um sköpunina, þegar svo heimurinn hefur tortímst og vonin vaknar á ný." Myndirnar, sem hver um sig er 63x39 og leggja því undir sig góðan vegg saman, hafa verið sendar til Danmerkur og er verið að taka þær upp þar. Kristín segir að gaman væri að fara út til að vera við opnunina en veit ekki hvað verður í kreppunni. Hún svarar ábendingu blaðamanns um að ekki ætti að vera mikið mál fyrir danskinn að standa undir kostnaði vegna þess í ljósi gengismála hlær Kristín og segir: „Já, við erum víst á útsölu." Og ekki er hægt að segja að þessi gullfallegu myndverk hafi verið dýr en Kristín verðlagði þær hverja um sig á 24 þúsund krónur. „Með það fyrir augum að fólk gæti eignast myndirnar," segir hún. En þetta þýðir að Ib Hessov hefur greitt fyrir verkin rúma hálfa milljón. En líklega leggst einhver kostnaður þar á.jakob@frettabladid.is
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira