Rúrik Gíslason skoraði sitt fyrsta mark í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld er Viborg og Bröndby skildu jöfn, 1-1, í Íslendingaslag.
Rúrik spilaði allan leikinn en hann kom Viborg yfir á sautjándu mínútu. Allt útlit var fyrir að það yrði sigurmark leiksin en Chris Katongo jafnaði metin á 87. mínútu.
Stefán Gíslason lék allan leikinn með Bröndby sem er í áttunda sæti deildarinnar með 39 stig.
Viborg er í ellefta og næstneðsta sæti með sautján stig og vantar átta stig upp í næsta lið fyrir ofan. Lítið er eftir af tímabilinu og útlitið því dökkt hjá Viborg.