Ólöf María Jónsdóttir úr GK lék í morgun fyrsta hringinn á opnu Evrópumóti í golfi í Endhoven á Hollandi. Ólöf lék á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari.
Hún lék fyrstu níu holurnar á einu höggi yfir pari og síðari níu á þremur höggum yfir pari. Jade Schaffer frá Frakklandi fór á 68 höggum og er með besta árangur þeirra sem lokið hafa keppni í dag.