Spænskir fjölmiðlar lofa Eið Smára Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. september 2008 12:06 Takk, Guddy - foríða El Mundo Deportivo í dag. Eiður Smári Guðjohnsen er hetja dagsins í Barcelona eftir sigurmark hans í leiknum gegn Real Betis í gær. Þetta var annars sigur Börsunga í röð eftir 6-1 stórsigur liðsins á Sporting Gijon um síðustu helgi. Eiður Smári kom inn á sem varamaður í þeim leik, rétt eins og í gær. Mark Eiðs Smára í gær var hans fyrsta á tímabilinu með Börsungum og það fyrsta síðan í janúar síðastliðnum er hann skoraði eitt marka liðsins í 4-0 sigri á Real Murcia. Reyndar skoraði hann aðeins tvö deildarmörk á síðasta keppnistímabili og var því markið í gær kærkomið fyrir hann. Spænskir fjölmiðlar eru fljótir að breyta mönnum í hetju og skúrka og féll Eiður Smári í fyrrnefnda flokkinn eftir frammistöðuna í gær. Þeir sögðu að mark Eiðs hefði bjargað Barcelona frá slæmu tapi enda hefur tímabilið byrjað heldur illa hjá Börsungum. Barcelona er þó í fimmta sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Real Madrid sem er í öðru sæti deildarinnar og þremur á eftir Villarreal sem er í efsta sæti. Spænskir fjölmiðlar velta nú einnig fyrir sér stöðu Thierry Henry sem var geymdur á bekknum í gær. Það hafi komið flestum í opna skjöldu er Eiði Smára var skipt inn á en ekki Henry. Samuel Eto'o virðist nú vera fyrsti kostur í fremsta sóknarmann og þá verður þeim Andrés Iniesta og Lionel Messi varla haggað á köntunum. Innkoma Eiðs Smára í gær gerir það að verkum að staða Henry er enn verri en áður. Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er hetja dagsins í Barcelona eftir sigurmark hans í leiknum gegn Real Betis í gær. Þetta var annars sigur Börsunga í röð eftir 6-1 stórsigur liðsins á Sporting Gijon um síðustu helgi. Eiður Smári kom inn á sem varamaður í þeim leik, rétt eins og í gær. Mark Eiðs Smára í gær var hans fyrsta á tímabilinu með Börsungum og það fyrsta síðan í janúar síðastliðnum er hann skoraði eitt marka liðsins í 4-0 sigri á Real Murcia. Reyndar skoraði hann aðeins tvö deildarmörk á síðasta keppnistímabili og var því markið í gær kærkomið fyrir hann. Spænskir fjölmiðlar eru fljótir að breyta mönnum í hetju og skúrka og féll Eiður Smári í fyrrnefnda flokkinn eftir frammistöðuna í gær. Þeir sögðu að mark Eiðs hefði bjargað Barcelona frá slæmu tapi enda hefur tímabilið byrjað heldur illa hjá Börsungum. Barcelona er þó í fimmta sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Real Madrid sem er í öðru sæti deildarinnar og þremur á eftir Villarreal sem er í efsta sæti. Spænskir fjölmiðlar velta nú einnig fyrir sér stöðu Thierry Henry sem var geymdur á bekknum í gær. Það hafi komið flestum í opna skjöldu er Eiði Smára var skipt inn á en ekki Henry. Samuel Eto'o virðist nú vera fyrsti kostur í fremsta sóknarmann og þá verður þeim Andrés Iniesta og Lionel Messi varla haggað á köntunum. Innkoma Eiðs Smára í gær gerir það að verkum að staða Henry er enn verri en áður.
Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Sjá meira