Dow Jones hrundi á afmælisdeginum 9. október 2008 21:13 Bandarískir fjárfestar orðlausir á Wall Street. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors hrundi um 31 prósent á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor´s setti félagið á athugunarlista með mögulega lækkun í huga. Ástæðan fyrir þessu er minnkandi sala á nýjum bílum fyrirtækisins í Bandaríkjunum samfara hrakspám um yfirvofandi efnahagssamdrátt. Gengi bréfa í félaginu endaði í 4,76 dölum á hlut og hefur það ekki verið lægra síðan á sjötta áratug síðustu aldar. Gengi annarra bílaframleiðenda féll á sama tíma en þó hvergi nærri jafn mikið og í General Motors. Fallið dró bandarískan hlutabréfamarkað með sér með miklum skelli. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hrapaði um 7,33 prósent og endaði í rúmum 8.579 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm og hálft ár. Í dag er ár síðan hlutabréfavísitalan náði hæstu hæðum þegar hún endaði í 14.198 stigum. Þá féll Nasdaq-vísitalan um 5,47 prósent og endaði hún í 1.645 stigum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors hrundi um 31 prósent á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor´s setti félagið á athugunarlista með mögulega lækkun í huga. Ástæðan fyrir þessu er minnkandi sala á nýjum bílum fyrirtækisins í Bandaríkjunum samfara hrakspám um yfirvofandi efnahagssamdrátt. Gengi bréfa í félaginu endaði í 4,76 dölum á hlut og hefur það ekki verið lægra síðan á sjötta áratug síðustu aldar. Gengi annarra bílaframleiðenda féll á sama tíma en þó hvergi nærri jafn mikið og í General Motors. Fallið dró bandarískan hlutabréfamarkað með sér með miklum skelli. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hrapaði um 7,33 prósent og endaði í rúmum 8.579 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm og hálft ár. Í dag er ár síðan hlutabréfavísitalan náði hæstu hæðum þegar hún endaði í 14.198 stigum. Þá féll Nasdaq-vísitalan um 5,47 prósent og endaði hún í 1.645 stigum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira