Brotið á börnum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. ágúst 2008 07:00 Viðhorf til réttinda barna hafa góðu heilli tekið stakkaskiptum undanfarna áratugi. Litið er svo á að almenn mannréttindi eigi líka við um börn. Íslendingar hafa einnig staðfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem er í samræmi við Mannréttindayfirlýsingu sömu stofnunar og kveður að auki á um vernd barna. Fyrir fáeinum áratugum þótti eðlilegt, og jafnvel nauðsynlegt, að beita börn líkamlegum refsingum. Nú eru barsmíðar á börnum ekki lengur viðurkennd uppeldisaðferð hér á landi þó að ekki þurfi að leita langt suður í Evrópu til að hitta fyrir allt önnur viðhorf til líkamlegra refsinga. Í Bretlandi til dæmis skirrast foreldrar ekki við að slá til barna sinna, jafnvel þannig að á þeim sjáist, á almannafæri. Þar áttu kennarar einnig fyrir fáum árum erfitt með að kyngja því að mega ekki beita nemendur líkamlegum refsingum. Á Íslandi, og raunar á Norðurlöndunum öllum, þykja barsmíðar á börnum hins vegar ekki góð latína. Því kom sýknudómur sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú um miðjan mánuðinn nokkuð á óvart. Maður var ákærður fyrir að hafa tvisvar til þrisvar sinnum rassskellt bræður, fjögurra og sex ára, „á beran rassinn, með þeim afleiðingum að þeir hlutu roða á rassinn, og fyrir að hafa að því loknu borið olíu á rassinn á þeim". Samkvæmt dóminum voru drengirnir rassskelltir í refsingarskyni fyrir óþekkt eða eins og segir: „Þá verður að miða við það að tilefni flenginganna hafi verið að drengirnir höfðu verið óþekkir …". Niðurstaða dómsins er: „Almennt séð varðar það við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga að slá mann nauðugan á rassinn með flötum lófa svo að undan roðnar. Til þess er hins vegar litið að hugsanlega tíðkast eitthvað, eða hefur tíðkast, að flengja börn." Að mati dómsins liggur ekki fyrir að drengirnir hafi skaðast andlega eða líkamlega vegna flenginganna og þó að skoðun dómara sé sú að óheppilegt og óæskilegt sé að flengja börn þá telur hann „varhugavert að slá því föstu hér að það falli ætíð undir það að vera yfirgangur, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi í skilningi nefnds ákvæðis". Í 19. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kveður á um að börn skuli njóta verndar gegn öllu ofbeldi, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og í þeirri 37. segir að börn megi ekki beita ómannúðlegri meðferð eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu. Þennan sáttmála hafa íslensk stjórnvöld staðfest og ljóst er að umræddur dómur er skýlaust brot á honum. Ljóst er að dómurinn gengur gegn báðum þessum greinum. Sé það svo að dæma megi eftir íslenskum lögum á þann veg að niðurstaðan brjóti í bága Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er ljóst að þeim lögum verður að breyta. Virðing við mannréttindi barna er ein af meginstoðum siðaðs samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Viðhorf til réttinda barna hafa góðu heilli tekið stakkaskiptum undanfarna áratugi. Litið er svo á að almenn mannréttindi eigi líka við um börn. Íslendingar hafa einnig staðfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem er í samræmi við Mannréttindayfirlýsingu sömu stofnunar og kveður að auki á um vernd barna. Fyrir fáeinum áratugum þótti eðlilegt, og jafnvel nauðsynlegt, að beita börn líkamlegum refsingum. Nú eru barsmíðar á börnum ekki lengur viðurkennd uppeldisaðferð hér á landi þó að ekki þurfi að leita langt suður í Evrópu til að hitta fyrir allt önnur viðhorf til líkamlegra refsinga. Í Bretlandi til dæmis skirrast foreldrar ekki við að slá til barna sinna, jafnvel þannig að á þeim sjáist, á almannafæri. Þar áttu kennarar einnig fyrir fáum árum erfitt með að kyngja því að mega ekki beita nemendur líkamlegum refsingum. Á Íslandi, og raunar á Norðurlöndunum öllum, þykja barsmíðar á börnum hins vegar ekki góð latína. Því kom sýknudómur sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú um miðjan mánuðinn nokkuð á óvart. Maður var ákærður fyrir að hafa tvisvar til þrisvar sinnum rassskellt bræður, fjögurra og sex ára, „á beran rassinn, með þeim afleiðingum að þeir hlutu roða á rassinn, og fyrir að hafa að því loknu borið olíu á rassinn á þeim". Samkvæmt dóminum voru drengirnir rassskelltir í refsingarskyni fyrir óþekkt eða eins og segir: „Þá verður að miða við það að tilefni flenginganna hafi verið að drengirnir höfðu verið óþekkir …". Niðurstaða dómsins er: „Almennt séð varðar það við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga að slá mann nauðugan á rassinn með flötum lófa svo að undan roðnar. Til þess er hins vegar litið að hugsanlega tíðkast eitthvað, eða hefur tíðkast, að flengja börn." Að mati dómsins liggur ekki fyrir að drengirnir hafi skaðast andlega eða líkamlega vegna flenginganna og þó að skoðun dómara sé sú að óheppilegt og óæskilegt sé að flengja börn þá telur hann „varhugavert að slá því föstu hér að það falli ætíð undir það að vera yfirgangur, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi í skilningi nefnds ákvæðis". Í 19. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kveður á um að börn skuli njóta verndar gegn öllu ofbeldi, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og í þeirri 37. segir að börn megi ekki beita ómannúðlegri meðferð eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu. Þennan sáttmála hafa íslensk stjórnvöld staðfest og ljóst er að umræddur dómur er skýlaust brot á honum. Ljóst er að dómurinn gengur gegn báðum þessum greinum. Sé það svo að dæma megi eftir íslenskum lögum á þann veg að niðurstaðan brjóti í bága Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er ljóst að þeim lögum verður að breyta. Virðing við mannréttindi barna er ein af meginstoðum siðaðs samfélags.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun