Kastljósi beint að dagsljósi árstíðanna 24. júlí 2008 06:00 Birtumagnið er afskaplega breytilegt hér á landi; mætti segja að það væri ýmist í ökkla eða eyra eftir árstíð. Sýningin Ljós í myrkri, sem fjallar um breytingar á dagsljósi milli árstíða, milli daga og yfir daginn, verður opnuð í Gallerí 100°, Bæjarhálsi 1, í dag kl. 17. Sem kunnugt er hefur veðurfar og árstíðir afar mikil áhrif á magn náttúrulegrar birtu hér á landi. Rafmagnslýsingu er stöðugt verið að þróa, meðal annars í þá átt að líkja eftir dagsbirtu og nálgast þau áhrif sem hún hefur á fólk. Kastljósi sýningarinnar verður meðal annars beint að því hvernig lýsing og birta hefur áhrif á mannslíkamann. Þar eru hormónin kortisól og melantónín í sviðsljósinu. Þau stjórna líkamsklukkunni á þann veg að kortisól vekur okkur og skerpir athyglina en melantónín veldur syfju. Að sýningunni koma sérfræðingar á ýmsum sviðum híbýla- og skrifstofulýsingar og verða dagsbirtulýsing og skammdegislýsing í brennidepli. Þar skiptir litur ljóssins ekki síður máli en styrkur þess og á sýningunni verða kynntar niðurstöður ljósmyndarannsóknar á sólsetrinu í Reykjavík. - vþ Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýningin Ljós í myrkri, sem fjallar um breytingar á dagsljósi milli árstíða, milli daga og yfir daginn, verður opnuð í Gallerí 100°, Bæjarhálsi 1, í dag kl. 17. Sem kunnugt er hefur veðurfar og árstíðir afar mikil áhrif á magn náttúrulegrar birtu hér á landi. Rafmagnslýsingu er stöðugt verið að þróa, meðal annars í þá átt að líkja eftir dagsbirtu og nálgast þau áhrif sem hún hefur á fólk. Kastljósi sýningarinnar verður meðal annars beint að því hvernig lýsing og birta hefur áhrif á mannslíkamann. Þar eru hormónin kortisól og melantónín í sviðsljósinu. Þau stjórna líkamsklukkunni á þann veg að kortisól vekur okkur og skerpir athyglina en melantónín veldur syfju. Að sýningunni koma sérfræðingar á ýmsum sviðum híbýla- og skrifstofulýsingar og verða dagsbirtulýsing og skammdegislýsing í brennidepli. Þar skiptir litur ljóssins ekki síður máli en styrkur þess og á sýningunni verða kynntar niðurstöður ljósmyndarannsóknar á sólsetrinu í Reykjavík. - vþ
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira