Hlutabréf féllu í Bandaríkjunum 27. október 2008 20:32 Gengi hlutabréfa féll á bandarískum hlutabréfmörkuðum rétt undir lok viðskiptadagsins á Wall Street í dag. Helsta skýringin á falli dagsins eru veðköll og nauðungarsala á hendur vogunarsjóða og annarra fjárfesta. Associated Press-fréttastofan hefur eftir Alfred E. Goldman, helsta sérfræðingi bandaríska verðbréfafyrirtækisins Wachovia, að órói á hlutabréfamörkuðum skýrist af taugaveiklun í röðum fjárfesta sem viti ekki hvert stefni í efnahagsmálum. Hann segir taugaveiklunina svo mikla nú um stundir, að lítið þurfi til þess að fjárfestar selji bréf sín. Bankastjórn bandaríska seðlabankans mun funda um næstu aðgerðir á morgun en flestir búast við að bankinn lækki stýrivexti á miðvikudag um allt að eitt prósent. Þá er reiknað með að evrópski seðlabankinn grípi til sömu ráða í næstu viku til að takast á við hremmingar á fjármálamörkuðum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,4 prósent og endaði í tæpum 8.176 stigum. Þá féll Nasdaq-vísitalan um 2,97 prósent og endaði í 1.505 stigum. Vísitölurnar hafa ekki verið lægri síðan á vordögum 2003. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa féll á bandarískum hlutabréfmörkuðum rétt undir lok viðskiptadagsins á Wall Street í dag. Helsta skýringin á falli dagsins eru veðköll og nauðungarsala á hendur vogunarsjóða og annarra fjárfesta. Associated Press-fréttastofan hefur eftir Alfred E. Goldman, helsta sérfræðingi bandaríska verðbréfafyrirtækisins Wachovia, að órói á hlutabréfamörkuðum skýrist af taugaveiklun í röðum fjárfesta sem viti ekki hvert stefni í efnahagsmálum. Hann segir taugaveiklunina svo mikla nú um stundir, að lítið þurfi til þess að fjárfestar selji bréf sín. Bankastjórn bandaríska seðlabankans mun funda um næstu aðgerðir á morgun en flestir búast við að bankinn lækki stýrivexti á miðvikudag um allt að eitt prósent. Þá er reiknað með að evrópski seðlabankinn grípi til sömu ráða í næstu viku til að takast á við hremmingar á fjármálamörkuðum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,4 prósent og endaði í tæpum 8.176 stigum. Þá féll Nasdaq-vísitalan um 2,97 prósent og endaði í 1.505 stigum. Vísitölurnar hafa ekki verið lægri síðan á vordögum 2003.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira