Fjárfestar glaðir með efnahagsráðgjafa vestanhafs 26. nóvember 2008 21:07 Miðlarar taka tölurnar niður á bandaríska hlutabréfamarkaðnum. Mynd/AP Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag. Hækkun olíuverðs og bjartsýni fjárfesta á að teymi efnahagsráðgjafa Baracks Obama, verðandi forseta landsins, muni takast að rétta efnahagslífið við eftir hamfarir síðustu mánuði. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem helstu hutabréfavísitölur landsins enduðu í plús. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um sjö prósent í dag og endaði í tæpum 54,5 dölum á fat. Þessi hækkun endurspeglaðist í gengi olíufélaga á borð við Exxon Mobil og Chevron. Exxon hækkaði um 2,5 prósent og Chevron um þrjú prósent.Þá bendir Bloomberg-fréttaveitan á að verulegur kippur hafi komið í kauphöllum vestanhafs eftir að Obama réð Paul Volcker, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, til að leiða ráðgjafanefnd í efnahagsmálum. Á meðal annarra manna í fylkingu Obama gegn hremmingum í efnahagsmálum landsins sem varað hafa í rúmt ár eru Tim Geithner, seðlabankastjóri New York-ríkis, sem mun taka við stól fjármálaráðherra af Henry Paulson á nýju ári og Lawrence Summers, sem verður aðalráðgjafi forsetans í efnahagsmálum.S&P 500-hlutabréfavísitalan, sem þykir endurspegla vel hreyfingar og stemningu á bandarískum hlutabréfamarkaði, hækkaði um 3,5 prósent og endaði í 887,68 stigum. Á fimmtudag í síðustu viku hafði hún ekki verið lægri í ellefu ár.Þá hækkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan, sem samanstendur af 30 umsvifamestu fyrirtækjum á bandarískum hlutabréfamarkaði, um 2,9 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag. Hækkun olíuverðs og bjartsýni fjárfesta á að teymi efnahagsráðgjafa Baracks Obama, verðandi forseta landsins, muni takast að rétta efnahagslífið við eftir hamfarir síðustu mánuði. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem helstu hutabréfavísitölur landsins enduðu í plús. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um sjö prósent í dag og endaði í tæpum 54,5 dölum á fat. Þessi hækkun endurspeglaðist í gengi olíufélaga á borð við Exxon Mobil og Chevron. Exxon hækkaði um 2,5 prósent og Chevron um þrjú prósent.Þá bendir Bloomberg-fréttaveitan á að verulegur kippur hafi komið í kauphöllum vestanhafs eftir að Obama réð Paul Volcker, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, til að leiða ráðgjafanefnd í efnahagsmálum. Á meðal annarra manna í fylkingu Obama gegn hremmingum í efnahagsmálum landsins sem varað hafa í rúmt ár eru Tim Geithner, seðlabankastjóri New York-ríkis, sem mun taka við stól fjármálaráðherra af Henry Paulson á nýju ári og Lawrence Summers, sem verður aðalráðgjafi forsetans í efnahagsmálum.S&P 500-hlutabréfavísitalan, sem þykir endurspegla vel hreyfingar og stemningu á bandarískum hlutabréfamarkaði, hækkaði um 3,5 prósent og endaði í 887,68 stigum. Á fimmtudag í síðustu viku hafði hún ekki verið lægri í ellefu ár.Þá hækkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan, sem samanstendur af 30 umsvifamestu fyrirtækjum á bandarískum hlutabréfamarkaði, um 2,9 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira