Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark sænska liðsins GAIS sem vann Gautaborg 1-0 í sænska boltanum í kvöld. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með Gautaborg en Hjálmar Jónsson var á bekknum.
Helsingborg sigraði Hammarby 5-1 þar sem Ólafur Ingi Skúlason var í byrjunarliði Helsingborg. Hann fór hinsvegar meiddur af velli en óvíst er hversu alvarleg meiðsli hans eru.
Sigurður Jónsson og lærisveinar hans í Djurgården gerðu markalaust jafntefli við Örebro.