Sala á Woolworths í skoðun 19. nóvember 2008 08:49 Verið er að skoða sölu á smásöluhluta bresku verslanakeðjunni Woolworths. Mögulegt er að breska félagið Hilco Retail Investment kaupi verslunina á eitt pund, að sögn breska dagblaðsins Guardian. Viðskipti voru stöðvuð með bréf verslunarinnar í bresku kauphöllinni í dag. Í tilkynningu sem stjórn Woolworths sendi frá sér í dag segir að hún staðfesti að viðræður séu á fyrstu stigum um tilboð sem hafi borist í reksturinn. Ekki sé þó hægt að staðfesta að því verði tekið. Baugur á rúman tólf prósenta hlut í Woolworths og hefur ítrekað þrýst á uppstokkun í rekstrinum með það fyrir augum að bæta hallarekstur. Meðal annars skammaði Jón Ásgeir Jóhannesson, þá forstjóri Baugs, stjórnendur verslunarinnarinnar opinberlega á síðum Financial Times í apríl í fyrra. Þá gerðu Malcolm Walker, forstjóri matvörukeðjunnar Iceland, og Baugur saman tilboð í smásöluhluta Woolworths síðla sumars. Um var að ræða kaup á 800 verslunum keðjunnar. Málið mun hafa fengið ágætan meðbyr innan stjórnar Woolworths en vísað út af borðinu þegar fregnir af því láku í fjölmiðla. Þá þóttu kaupin fela í sér mikla uppstokkun á rekstrinum. Rekstur Woolworths hefur ekki gengið sem skildi í nokkur ár og var versluninni líkt við risaeðlu í útrýmingarhættu fyrr á þessu ári. Þar var Trevor Bish-Jones, fyrrverandi forstjóra, kennt um. Nýr forstjóri tók við skútunni í september. Hann hafði aðeins setið í forstjórastólnum í hálfan mánuð þegar hann lýsti því yfir að óstjórn væri á rekstrinum, sem hefði skilað hundrað milljóna punda tapi á fyrri hluta árs.Hilco, sem Guardian segir sérfræðinga í uppstokkun á rekstri fyrirtækja, hefur áður komið að málum hjá Baugi en félagið keypti rekstur bresku fatakeðjunnar MK One af Baugi í maí. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verið er að skoða sölu á smásöluhluta bresku verslanakeðjunni Woolworths. Mögulegt er að breska félagið Hilco Retail Investment kaupi verslunina á eitt pund, að sögn breska dagblaðsins Guardian. Viðskipti voru stöðvuð með bréf verslunarinnar í bresku kauphöllinni í dag. Í tilkynningu sem stjórn Woolworths sendi frá sér í dag segir að hún staðfesti að viðræður séu á fyrstu stigum um tilboð sem hafi borist í reksturinn. Ekki sé þó hægt að staðfesta að því verði tekið. Baugur á rúman tólf prósenta hlut í Woolworths og hefur ítrekað þrýst á uppstokkun í rekstrinum með það fyrir augum að bæta hallarekstur. Meðal annars skammaði Jón Ásgeir Jóhannesson, þá forstjóri Baugs, stjórnendur verslunarinnarinnar opinberlega á síðum Financial Times í apríl í fyrra. Þá gerðu Malcolm Walker, forstjóri matvörukeðjunnar Iceland, og Baugur saman tilboð í smásöluhluta Woolworths síðla sumars. Um var að ræða kaup á 800 verslunum keðjunnar. Málið mun hafa fengið ágætan meðbyr innan stjórnar Woolworths en vísað út af borðinu þegar fregnir af því láku í fjölmiðla. Þá þóttu kaupin fela í sér mikla uppstokkun á rekstrinum. Rekstur Woolworths hefur ekki gengið sem skildi í nokkur ár og var versluninni líkt við risaeðlu í útrýmingarhættu fyrr á þessu ári. Þar var Trevor Bish-Jones, fyrrverandi forstjóra, kennt um. Nýr forstjóri tók við skútunni í september. Hann hafði aðeins setið í forstjórastólnum í hálfan mánuð þegar hann lýsti því yfir að óstjórn væri á rekstrinum, sem hefði skilað hundrað milljóna punda tapi á fyrri hluta árs.Hilco, sem Guardian segir sérfræðinga í uppstokkun á rekstri fyrirtækja, hefur áður komið að málum hjá Baugi en félagið keypti rekstur bresku fatakeðjunnar MK One af Baugi í maí.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira