Sandefjord vann í dag sinn fimmta leik í röð í norsku B-deildinni í knattspyrnu og eru á góðri leið með að komast upp í norsku úrvalsdeildina.
Liðið vann 3-1 sigur á Bryne í dag og er með 43 stig í þriðja sæti deildarinnar með níu stiga forystu á Hönefoss sem er í fjórða sæti. Þrjú efstu liðin komast upp í norsku úrvalsdeildina.
Fyrir leikinn hafði Kjartan Henry Finnbogason skorað í sex leikjum í röð með Sandefjord en hann var í byrjunarliðinu í dag og var svo tekinn af velli á 54. mínútu.
Allan Borgvardt, fyrrum leikmaður FH, skoraði mark Bryne í dag. Baldur Sigurðsson kom inn á sem varamaður í liði Bryne á 64. mínútu.