Lögregla rannsakar nú sögur þess efnis að Madeleine McCann hafi sést í Belgíu. Að því er fréttastofa SKY greinir frá á stúlkan, sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í fyrra, að hafa sést í banka í Brussel í fylgd konu sem virtist vera frá Norður Afríku.
Öryggisvörður í bankanum segist fullviss um að hafa séð stúlkuna á mánudaginn var og nú rannsakar lögregla myndir teknar á öryggismyndavélar bankans. Heimildarmenn SKY hjá lögreglunni segja að stúlkan á myndunum líkist óneitanlega Madeleine.
Þeirri kenningu hefur lengi verið haldið á lofti að Madeleine hafi verið rænt af belgískum barnaníðingahring. Allt frá því stúlkan hvarf hefur lögregla í Belgíu rannsakað um 100 ábendingar varðandi stúlkuna.
Er Maddý í Belgíu?
