Frank Lampard sagði örlögin hefðu verið félaga sínum John Terry grimm í kvöld.
Terry hefði getað tryggt Chelsea sigur með því að skora í vítaspyrnukeppninni en skot hans geigaði í rigningunni í Moskvu.
„John rann til og eru það afar grimm örlög. Hann er herra Chelsea. Hann þráir þetta meira en nokkur annar. Ég segi bara að ég veit ekki til margra miðvarða sem hefðu tekið þessa vítaspyrnu."
Lampard sagði að Chelsea hafi verið sterkari aðilinn í leiknum.
„Við stjórnuðum leiknum. En það ber að hæla United enda tóku þeir völdin í leiknum fyrsta hálftímann. En svo vöknuðum við til lífsins og vorum sterkari aðilinn í leiknum. En við munum snúa aftur," sagði Lampard sem missti móður sína nú fyrir stuttu.
„Ég er búinn að tæma allar mínar tilfinningar eftir það sem gengið hefur á eftir undanfarnar vikur," sagði hann.
Njarðvík
Stjarnan