Tómarúm Þorsteinn Pálsson skrifar 20. júní 2008 03:00 Án þeirra nýframkvæmda í orkuöflun og stóriðju sem átt hafa sér stað á liðnum árum hefði lánsfjárkreppan þegar orðið dýpri og áhrif hennar alvarlegri fyrir almenning en orðið er. Stórauknar útflutningstekjur frá orkufrekum iðnaði sýna að þar var hyggilega að málum staðið. Fátt er því mikilvægara en að sú framrás geti haldið óslitið áfram eins og aðilar vinnumarkaðarins hafa bent á. Við lifum ekki á lánum einum saman. Þar af leiðir að aldrei hefur verið brýnna en nú að fá erlent fjárfestingarfjármagn inn í þjóðarbúskapinn. Meðan við búum við ósamkeppnishæfan gjaldmiðil er er mikilvægt að greiða götu erlendrar fjárfestingar sem ekki á allt undir íslensku krónunni. Bestu tækifærin í þeim efnum felast í margvíslegum orkufrekum iðnaði. Þetta var skýr stefna fyrri ríkisstjórnar. Núverandi stjórn hefur fylgt henni að mestu. Að vísu er það veikleikamerki að umhverfisráðherrann sýnist sigla eftir áttavita VG. Iðnaðarráðherra tókst á hinn bóginn í vor að ná breiðri samstöðu um breytingar á orkulöggjöfinni. Með aðgreiningu eignarhalds á auðlindum og orkuframleiðslu var opnað fyrir nýja möguleika á að fá einkafjármagn inn í orkuframleiðsluna án þess að það gefi tilefni til deilna um eignarhald á auðlindum. Þetta er mikilvægt nýmæli. Það sætti að vonum andmælum forystumanna Vinstri græns. En tækifærið sem þessi sáttaleið stjórnarflokkanna opnar má ekki láta ónýtt. Þörfin á nýrri verðmætasköpun er meiri en svo. Framganga ríkisstjórnarinnar mætti vera ákveðnari á þessu sviði. En ekki er unnt að fullyrða að þar megi merkja alvarlegt hik. Staðan er önnur að þessu leyti í borgarstjórn Reykjavíkur sem ræður einu af þremur stærstu orkufyrirtækjum landsins. Ný forysta sjálfstæðismanna og forysta Samfylkingarinnar á þeim vettvangi hafa að því er best verður séð tekið pól í hæðina í orkunýtingarmálum sem er nær stefnu VG en ríkisstjórnarinnar. Fyrir vikið ræður hugmyndafræði VG í reynd málefnum eins öflugasta orkufyrirtækis landsins og ýmislegt bendir til að svo geti einnig orðið á næsta kjörtímabili. Þessi pólitíski veikleiki hefur neikvæð áhrif í ríkjandi efnahagsástandi og gæti í versta falli orðið skaðlegur. Framsóknarflokkurinn hefur upp á síðkastið átt í verulegum vanda vegna reikandi stefnu að því er varðar ýmis grundvallarmál. Hvað sem því líður er hann þó eini orkunýtingarflokkurinn sem fylgir á því sviði sömu stefnu á Alþingi og í borgarstjórn og hefur þar af leiðandi sömu viðhorf varðandi hlutverk tveggja stærstu orkufyrirtækjanna sem bæði eru alfarið í opinberri eigu. Það opnar flokknum óneitanlega ýmis pólitísk sóknarfæri. Fari svo sem horfir að Orkuveita Reykjavíkur verði ekki að marki þátttakandi í orkuframrás næstu ára myndast tómarúm á þessu sviði. Sú staða kallar á viðbrögð annarra og þar á meðal ríkisstjórnarinnar. Við ríkjandi aðstæður er með öllu óverjandi að nýta ekki þá möguleika sem kostur er á til raunverulegrar verðmætasköpunar. Allt annað er ávísun á viðvarandi fall í lífskjörum. Eðlilegt er að Landsvirkjun í eigu ríkisins komi með einhverjum hætti inn í þetta tómarúm. Það gætu önnur framsæknari sveitarfélög en höfuðborgin einnig gert. Loks er unnt að nýta þann möguleika sem iðnaðarráðherra opnaði í vor fyir einkafjármagn. Kjarni málsins er sá að framrásina má ekki stöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Án þeirra nýframkvæmda í orkuöflun og stóriðju sem átt hafa sér stað á liðnum árum hefði lánsfjárkreppan þegar orðið dýpri og áhrif hennar alvarlegri fyrir almenning en orðið er. Stórauknar útflutningstekjur frá orkufrekum iðnaði sýna að þar var hyggilega að málum staðið. Fátt er því mikilvægara en að sú framrás geti haldið óslitið áfram eins og aðilar vinnumarkaðarins hafa bent á. Við lifum ekki á lánum einum saman. Þar af leiðir að aldrei hefur verið brýnna en nú að fá erlent fjárfestingarfjármagn inn í þjóðarbúskapinn. Meðan við búum við ósamkeppnishæfan gjaldmiðil er er mikilvægt að greiða götu erlendrar fjárfestingar sem ekki á allt undir íslensku krónunni. Bestu tækifærin í þeim efnum felast í margvíslegum orkufrekum iðnaði. Þetta var skýr stefna fyrri ríkisstjórnar. Núverandi stjórn hefur fylgt henni að mestu. Að vísu er það veikleikamerki að umhverfisráðherrann sýnist sigla eftir áttavita VG. Iðnaðarráðherra tókst á hinn bóginn í vor að ná breiðri samstöðu um breytingar á orkulöggjöfinni. Með aðgreiningu eignarhalds á auðlindum og orkuframleiðslu var opnað fyrir nýja möguleika á að fá einkafjármagn inn í orkuframleiðsluna án þess að það gefi tilefni til deilna um eignarhald á auðlindum. Þetta er mikilvægt nýmæli. Það sætti að vonum andmælum forystumanna Vinstri græns. En tækifærið sem þessi sáttaleið stjórnarflokkanna opnar má ekki láta ónýtt. Þörfin á nýrri verðmætasköpun er meiri en svo. Framganga ríkisstjórnarinnar mætti vera ákveðnari á þessu sviði. En ekki er unnt að fullyrða að þar megi merkja alvarlegt hik. Staðan er önnur að þessu leyti í borgarstjórn Reykjavíkur sem ræður einu af þremur stærstu orkufyrirtækjum landsins. Ný forysta sjálfstæðismanna og forysta Samfylkingarinnar á þeim vettvangi hafa að því er best verður séð tekið pól í hæðina í orkunýtingarmálum sem er nær stefnu VG en ríkisstjórnarinnar. Fyrir vikið ræður hugmyndafræði VG í reynd málefnum eins öflugasta orkufyrirtækis landsins og ýmislegt bendir til að svo geti einnig orðið á næsta kjörtímabili. Þessi pólitíski veikleiki hefur neikvæð áhrif í ríkjandi efnahagsástandi og gæti í versta falli orðið skaðlegur. Framsóknarflokkurinn hefur upp á síðkastið átt í verulegum vanda vegna reikandi stefnu að því er varðar ýmis grundvallarmál. Hvað sem því líður er hann þó eini orkunýtingarflokkurinn sem fylgir á því sviði sömu stefnu á Alþingi og í borgarstjórn og hefur þar af leiðandi sömu viðhorf varðandi hlutverk tveggja stærstu orkufyrirtækjanna sem bæði eru alfarið í opinberri eigu. Það opnar flokknum óneitanlega ýmis pólitísk sóknarfæri. Fari svo sem horfir að Orkuveita Reykjavíkur verði ekki að marki þátttakandi í orkuframrás næstu ára myndast tómarúm á þessu sviði. Sú staða kallar á viðbrögð annarra og þar á meðal ríkisstjórnarinnar. Við ríkjandi aðstæður er með öllu óverjandi að nýta ekki þá möguleika sem kostur er á til raunverulegrar verðmætasköpunar. Allt annað er ávísun á viðvarandi fall í lífskjörum. Eðlilegt er að Landsvirkjun í eigu ríkisins komi með einhverjum hætti inn í þetta tómarúm. Það gætu önnur framsæknari sveitarfélög en höfuðborgin einnig gert. Loks er unnt að nýta þann möguleika sem iðnaðarráðherra opnaði í vor fyir einkafjármagn. Kjarni málsins er sá að framrásina má ekki stöðva.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun