Real Madrid náði í kvöld níu stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeldarinnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Murcia 1-0 í döprum leik. Það var Hollendingurinn Wesley Sneijder sem tryggði þeim hvítu sigurinn með laglegu skoti í síðari hálfleik.
Getafe á leik við Almeria á útivelli í kvöld þar sem liðið getur saxað á forskot Real á toppnum.
Úrslitin á Spáni í dag og í kvöld:
Deportivo 3 - 0 Athletic Bilbao
Espanyol 0 - 1 Osasuna
Getafe 0 - 0 Zaragoza
Mallorca 2 - 3 Sevilla
Real Betis 0 - 1 Levante
Valladolid 1 - 1 Atletico Madrid
Real Madrid 1 - 0 Real Murcia