Sigurður nýtur stuðnings stjórnar og leikmanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júlí 2008 13:23 Sigurður Jónsson, þjálfari Djurgården. Sænska dagblaðið Expressen hélt því fram í gær að leikur Djurgården og IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni hafi verið síðasta tækifæri Sigurðar Jónssonar til að bjarga starfi sínu. Djurgården tapaði leiknum, 2-1, en gestirnir skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma. Þar með hefur Djurgården ekki unnið í sjö leikjum í röð og er liðið í áttunda sæti með átján stig, ellefu stigum á eftir toppliði Kalmar. Leikmenn eru þegar búnir að afskrifa allar vonir um meistaratitilinn. Djurgården vann síðast leik er liðið vann 3-1 sigur á þriðjudeildarliðinu Råslätt í sænsku bikarkeppninni. Það var 1. maí. Sigurður mun þó þjálfa liðið áfram, segir Bosse Lundquist, einn forráðamanna félagsins. „Ég get ekki séð að þjálfararnir hafi gert nein mistök," sagði hann. „Vissulega er pressa á liðinu en ég held að liðið hafi tekið framförum. Við erum að spila betur, jafnvel þótt við töpum." Hann segir einnig í samtali við Aftonbladet að hann sé þess fullviss að Sigurður og Paul Lindholm, aðstoðarmaður hans, verði við stjórnvölinn út leiktíðina. „Algjörlega. Ég sé enga aðra möguleika í stöðunni. Þetta er ekki þeim að kenna. Þeir hafa staðið sig mjög vel." Leikmenn tóku í svipaðan streng. „Þjálfararnir hafa unnið mjög gott starf og njóta míns stuðnings," sagði bakvörðurinn Lance Davies. Sjálfur sagði Sigurður að hann hugsaði um ekkert annað en næsta leik. „Það kemur mér ekki við hversu mörgum leikjum í röð við höfum tapað. Ég hugsa bara um næsta leik og ætla að gera allt til að vinna hann. Ég set pressu á mig sjálfur og vill ekkert frekar en að Djurgården gangi vel. Ég elska Djurgården og ég veit að vendipunkturinn er skammt undan." Stuðningsmenn Djurgården eru þó allt annað en ánægðir með störf Sigurðar og Lindholm. Þeir gerðu aðsúg að varamannaskýli liðsins í gær eftir að Gautaborg komst yfir og létu ókvæðisorð rigna yfir þá. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Sænska dagblaðið Expressen hélt því fram í gær að leikur Djurgården og IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni hafi verið síðasta tækifæri Sigurðar Jónssonar til að bjarga starfi sínu. Djurgården tapaði leiknum, 2-1, en gestirnir skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma. Þar með hefur Djurgården ekki unnið í sjö leikjum í röð og er liðið í áttunda sæti með átján stig, ellefu stigum á eftir toppliði Kalmar. Leikmenn eru þegar búnir að afskrifa allar vonir um meistaratitilinn. Djurgården vann síðast leik er liðið vann 3-1 sigur á þriðjudeildarliðinu Råslätt í sænsku bikarkeppninni. Það var 1. maí. Sigurður mun þó þjálfa liðið áfram, segir Bosse Lundquist, einn forráðamanna félagsins. „Ég get ekki séð að þjálfararnir hafi gert nein mistök," sagði hann. „Vissulega er pressa á liðinu en ég held að liðið hafi tekið framförum. Við erum að spila betur, jafnvel þótt við töpum." Hann segir einnig í samtali við Aftonbladet að hann sé þess fullviss að Sigurður og Paul Lindholm, aðstoðarmaður hans, verði við stjórnvölinn út leiktíðina. „Algjörlega. Ég sé enga aðra möguleika í stöðunni. Þetta er ekki þeim að kenna. Þeir hafa staðið sig mjög vel." Leikmenn tóku í svipaðan streng. „Þjálfararnir hafa unnið mjög gott starf og njóta míns stuðnings," sagði bakvörðurinn Lance Davies. Sjálfur sagði Sigurður að hann hugsaði um ekkert annað en næsta leik. „Það kemur mér ekki við hversu mörgum leikjum í röð við höfum tapað. Ég hugsa bara um næsta leik og ætla að gera allt til að vinna hann. Ég set pressu á mig sjálfur og vill ekkert frekar en að Djurgården gangi vel. Ég elska Djurgården og ég veit að vendipunkturinn er skammt undan." Stuðningsmenn Djurgården eru þó allt annað en ánægðir með störf Sigurðar og Lindholm. Þeir gerðu aðsúg að varamannaskýli liðsins í gær eftir að Gautaborg komst yfir og létu ókvæðisorð rigna yfir þá.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira