Menning

Kennsl með geigvænlegum afleiðingum

Myndlist í Reykjanesbæ Verk eftir Björk Guðnadóttur.
Myndlist í Reykjanesbæ Verk eftir Björk Guðnadóttur.

Myndlistarkonan Björk Guðnadóttir opnar sýningu sína Kennsl í sýningarrýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ á laugardag kl. 16.

Í skáldskaparfræði Aristótelesar eru kennsl það þegar ein persóna harmleiks þekkist skyndilega eða uppgötvar uppruna sinn eða sitt sanna sjálf, oft með geigvænlegum afleiðingum.

Sýningin samanstendur af léreftsskúlptúr, tréristu og kartonþrykki, en þetta er allt sett saman í innsetningu sem snertir fleti tilvistar, samskipta og innra lífs.

Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ. Opnunartími er laugardaga og sunnudag frá kl. 13-17 og annars eftir samkomulagi. Sýning Bjarkar mun standa til 24. ágúst.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.- vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×