Sigurður Jónsson, þjálfari Djurgården, og félagar hans á varamannabekk liðsins í gær voru í hættu er æstir stuðningsmenn réðust að varamannaskýlinu.
Djurgården lék í gær á heimavelli gegn Svíþjóðarmeisturum IFK Gautaborg en staðan í leiknum var lengi vel 1-1. Þegar uppbótartíminn var nýhafinn fékk Djurgården aukaspyrnu rétt utan við vítateig gestanna. Boltinn barst inn á teig og féll leikmaður heimaliðsins við. Dómari leiksins lét leikinn hins vegar halda áfram.
Nokkrir leikmenn Djurgården mótmæltu dómnum á meðan að gestirnir héldu í skyndisókn og skoruðu sigurmark leiksins, aðeins 26 sekúndum eftir að heimamenn tóku aukaspyrnuna.
Við þetta brjáluðust margir stuðningsmanna Djurgården sem hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð, eða í tvo og hálfan mánuð.
Sigurður, Matias Jonsson og markvarðaþjálfarinn reyndu að róa mannskapinn niður en án mikils árangurs. Þrjár mínútur liðu þar til leikurinn var flautaður af og menn gátu gengið til búningsklefa.
„Þetta er gjörsamlega óásættanlegt," sagði Bosse Lundquist, einn forráðamanna Djurgården. „Við munum nú skoða myndbandsupptökur af atvikinu til að bera kennsl á þessa menn. Við viljum ekki hafa þá á okkar leikjum. Við munum setja þá í bann," bætti hann við.
Ráðist að varamannaskýli Djurgården
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn
Íslenski boltinn




Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær
Íslenski boltinn


