New Icelandair: Risavaxin fjárfesting sem hugsuð er til lengri tíma 7. maí 2008 07:00 Gunnar Már Sigurfinnsson Fyrsta flug Icelandair til Toronto, stærstu borgar Kanada, síðastliðinn föstudag markaði ákveðin tímamót hjá félaginu og er liður í áherslubreytingum á flugi vestur um haf, en sem kunnugt er er stutt síðan félagið lagði af flug til Baltimore. Toronto er langstærsta borg Kanada og helsta samgöngumiðstöð landsins. Í kjölfar loftferðasamnings milli Íslands og Kanada er nú auðveldara en áður fyrir íslensk flugfélög að bjóða upp á flug til borga í Kanada, boðið var upp á flug til Halifax á nýjan leik í fyrra og nú standa vonir forsvarsmanna Icelandair til þess að Toronto muni njóta mikilla vinsælda. „Kanada er auðvitað gríðarlega stór og spennandi markaður sem getur falið í sér margvísleg tækifæri. Í Kanada eru miklar tengingar við Ísland í sögulegu samhengi og við finnum mikinn velvilja. Ég er því mjög bjartsýnn á þennan markað,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair. Gunnar Már segir að tilgangur breytinganna sé að skapa Icelandair sérstöðu á meðal flugfélaga með því að leggja áherslu á tenginguna við Ísland, en einnig aukin gæði þjónustunnar og að skapa eftirminnilegt flug í lengri eða skemmri ferðum. „Samkeppnin í alþjóðlegu flugi fer sífellt harðnandi og við töldum mikilvægt að skapa félaginu sérkenni og ímynd umfram önnur flugfélög sem við berum okkur saman við. Vitaskuld þurfa allir sem reka alþjóðleg flugfélög að standa sig í skilvirkni, öryggi og sanngirni í verði, en við vildum fara þá leið að bæta enn frekar þjónustuna við okkar farþega, gera flugið að sérstakri upplifun þannig að þeir sækist eftir því að koma til okkar aftur,“ segir Gunnar Már og bendir á að Icelandair geti ekki keppt við alþjóðleg lággjaldafélög eins og olíuverð og annar kostnaður við flug hafi þróast að undanförnu. Af þeim sökum þurfi að bjóða upp á sérstaka og öðruvísi þjónustu til að geta réttlætt hærra verð. „Við berum okkur alls ekki saman við lággjaldafélögin. Við sækjumst fremur eftir þeim sem kann að meta þjónustuna og er tilbúinn að borga fyrir hana,“ bætir Gunnar Már við.Fjárfesting sem borgar sigGunnlaugur M. SigmundssonBjörgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, segir að vitaskuld sé um mikla fjárfestingu að ræða og hún komi ekki á besta tíma, nú þegar einhver tegund af heimskreppu ríði yfir og olíuverð sé í hæstu hæðum. „Við verðum hins vegar að horfa til lengri tíma, því auðvitað fer afleitlega saman að horfa á slíka fjárfestingu upp á seinni partinn í þrjá milljarða í slíku árferði og gæti virst sem óðs manns æði. Til lengri tíma er hins vegar ljóst að kominn var tími á viðhald flugvéla að innan og við töldum um leið þörf á að poppa aðeins upp félagið og ímynd þess,“ segir Björgólfur, sem tók nýlega við stóli forstjóra af Jóni Karli Ólafssyni eftir að hafa verið forstjóri Icelandic Group og einnig formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.Björgólfur bendir jafnframt á að ekki megi gleyma því að aðalatriðið sé að auka tekjur í rekstri félagsins og samkeppnin sé hörð. Undir þetta tekur Gunnar Már og bendir á að enn þurfi að auglýsa og halda uppi öflugu markaðsstarfi í fjölmörgum löndum.„Þegar krónan veikist verður álitlegra fyrir útlendinga að sækja Ísland heim. Þegar einn markaður fær á sig högg getur rofað til á öðru svæði. Icelandair hefur aðeins um þrjátíu prósent af sínum tekjum frá Íslandi. Allt annað kemur að utan og við finnum engar meiriháttar breytingar enn, þótt eflaust sé farið að kreppa að víða,“ segir hann.Fleiri verða að koma að kynningu á Íslandi í útlöndumBjörgólfur JóhannssonIcelandair ver um einum milljarði króna á ári hverju til auglýsinga og markaðsstarfs um allan heim. Um árabil hefur þungamiðjan í því kynningarstarfi falist í hreinni og beinni markaðssetningu á Íslandi sem ferðamannastað. Á aðalfundi fyrirtækisins nýlega, lýsti Gunnlaugur M. Sigmundsson, stjórnarformaður félagsins, því yfir að ekki væri hægt að ætlast til þess að fyrirtækið legði eitt og sér svo mikið af mörkum til landkynningarinnar, fleiri þyrftu þar að koma að.„Við munum áfram leggja áherslu á að kynna landið og þjóðina í okkar markaðsstarfi,“ segir Gunnar Már. „En ég held að í þessum efnum séu margir hér innanlands orðnir of góðu vanir. Við megum ekki gleyma því að áratugum saman hefur þetta fyrirtæki, með fullri virðingu fyrir öllum öðrum, verið langstærsti aðilinn í markaðssetningu á Íslandi erlendis. Ég held að menn verði að gæta sín á því að sofna ekki á verðinum, því ferðamennskan er mest vaxandi starfsgreinin á Íslandi og felur í sér geysileg tækifæri til framtíðar. En það kostar mikla peninga að kynna land og þjóð erlendis, því öll önnur lönd eru einnig að höfða til ferðamanna og bjóða upp á spennandi möguleika. Það er ekki hægt að ætlast til þess að einkafyrirtæki beri þær byrðar að mestu leyti, en aðrir njóti fyrst og síðast góðs af. Við munum fyrst og fremst horfa til hagsmuna félagsins í þessum efnum til framtíðar og taka auðvitað þátt í að markaðssetja Ísland, en við ætlumst um leið til þess að aðrir komi með myndarlegri hætti að því borði.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fyrsta flug Icelandair til Toronto, stærstu borgar Kanada, síðastliðinn föstudag markaði ákveðin tímamót hjá félaginu og er liður í áherslubreytingum á flugi vestur um haf, en sem kunnugt er er stutt síðan félagið lagði af flug til Baltimore. Toronto er langstærsta borg Kanada og helsta samgöngumiðstöð landsins. Í kjölfar loftferðasamnings milli Íslands og Kanada er nú auðveldara en áður fyrir íslensk flugfélög að bjóða upp á flug til borga í Kanada, boðið var upp á flug til Halifax á nýjan leik í fyrra og nú standa vonir forsvarsmanna Icelandair til þess að Toronto muni njóta mikilla vinsælda. „Kanada er auðvitað gríðarlega stór og spennandi markaður sem getur falið í sér margvísleg tækifæri. Í Kanada eru miklar tengingar við Ísland í sögulegu samhengi og við finnum mikinn velvilja. Ég er því mjög bjartsýnn á þennan markað,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair. Gunnar Már segir að tilgangur breytinganna sé að skapa Icelandair sérstöðu á meðal flugfélaga með því að leggja áherslu á tenginguna við Ísland, en einnig aukin gæði þjónustunnar og að skapa eftirminnilegt flug í lengri eða skemmri ferðum. „Samkeppnin í alþjóðlegu flugi fer sífellt harðnandi og við töldum mikilvægt að skapa félaginu sérkenni og ímynd umfram önnur flugfélög sem við berum okkur saman við. Vitaskuld þurfa allir sem reka alþjóðleg flugfélög að standa sig í skilvirkni, öryggi og sanngirni í verði, en við vildum fara þá leið að bæta enn frekar þjónustuna við okkar farþega, gera flugið að sérstakri upplifun þannig að þeir sækist eftir því að koma til okkar aftur,“ segir Gunnar Már og bendir á að Icelandair geti ekki keppt við alþjóðleg lággjaldafélög eins og olíuverð og annar kostnaður við flug hafi þróast að undanförnu. Af þeim sökum þurfi að bjóða upp á sérstaka og öðruvísi þjónustu til að geta réttlætt hærra verð. „Við berum okkur alls ekki saman við lággjaldafélögin. Við sækjumst fremur eftir þeim sem kann að meta þjónustuna og er tilbúinn að borga fyrir hana,“ bætir Gunnar Már við.Fjárfesting sem borgar sigGunnlaugur M. SigmundssonBjörgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, segir að vitaskuld sé um mikla fjárfestingu að ræða og hún komi ekki á besta tíma, nú þegar einhver tegund af heimskreppu ríði yfir og olíuverð sé í hæstu hæðum. „Við verðum hins vegar að horfa til lengri tíma, því auðvitað fer afleitlega saman að horfa á slíka fjárfestingu upp á seinni partinn í þrjá milljarða í slíku árferði og gæti virst sem óðs manns æði. Til lengri tíma er hins vegar ljóst að kominn var tími á viðhald flugvéla að innan og við töldum um leið þörf á að poppa aðeins upp félagið og ímynd þess,“ segir Björgólfur, sem tók nýlega við stóli forstjóra af Jóni Karli Ólafssyni eftir að hafa verið forstjóri Icelandic Group og einnig formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.Björgólfur bendir jafnframt á að ekki megi gleyma því að aðalatriðið sé að auka tekjur í rekstri félagsins og samkeppnin sé hörð. Undir þetta tekur Gunnar Már og bendir á að enn þurfi að auglýsa og halda uppi öflugu markaðsstarfi í fjölmörgum löndum.„Þegar krónan veikist verður álitlegra fyrir útlendinga að sækja Ísland heim. Þegar einn markaður fær á sig högg getur rofað til á öðru svæði. Icelandair hefur aðeins um þrjátíu prósent af sínum tekjum frá Íslandi. Allt annað kemur að utan og við finnum engar meiriháttar breytingar enn, þótt eflaust sé farið að kreppa að víða,“ segir hann.Fleiri verða að koma að kynningu á Íslandi í útlöndumBjörgólfur JóhannssonIcelandair ver um einum milljarði króna á ári hverju til auglýsinga og markaðsstarfs um allan heim. Um árabil hefur þungamiðjan í því kynningarstarfi falist í hreinni og beinni markaðssetningu á Íslandi sem ferðamannastað. Á aðalfundi fyrirtækisins nýlega, lýsti Gunnlaugur M. Sigmundsson, stjórnarformaður félagsins, því yfir að ekki væri hægt að ætlast til þess að fyrirtækið legði eitt og sér svo mikið af mörkum til landkynningarinnar, fleiri þyrftu þar að koma að.„Við munum áfram leggja áherslu á að kynna landið og þjóðina í okkar markaðsstarfi,“ segir Gunnar Már. „En ég held að í þessum efnum séu margir hér innanlands orðnir of góðu vanir. Við megum ekki gleyma því að áratugum saman hefur þetta fyrirtæki, með fullri virðingu fyrir öllum öðrum, verið langstærsti aðilinn í markaðssetningu á Íslandi erlendis. Ég held að menn verði að gæta sín á því að sofna ekki á verðinum, því ferðamennskan er mest vaxandi starfsgreinin á Íslandi og felur í sér geysileg tækifæri til framtíðar. En það kostar mikla peninga að kynna land og þjóð erlendis, því öll önnur lönd eru einnig að höfða til ferðamanna og bjóða upp á spennandi möguleika. Það er ekki hægt að ætlast til þess að einkafyrirtæki beri þær byrðar að mestu leyti, en aðrir njóti fyrst og síðast góðs af. Við munum fyrst og fremst horfa til hagsmuna félagsins í þessum efnum til framtíðar og taka auðvitað þátt í að markaðssetja Ísland, en við ætlumst um leið til þess að aðrir komi með myndarlegri hætti að því borði.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira