Síbreytileg og brotakennd 5. september 2008 04:00 Vala Ómarsdóttir í hlutverki sínu sem Maddid. Sviðslistahópurinn Maddid Theatre Company kom til landsins frá Englandi fyrir hálfum mánuði og hefur ferðast um landið með einleikinn Maddid. Nú er komið að lokasýningum hér á landi. Leikkonan Vala Ómarsdóttir stofnaði hópinn fyrir um ári ásamt leikhúsframleiðandanum Mari Rettedal, en síðan þá hafa fleiri listamenn bæst í hópinn. Hópurinn er býsna fjölþjóðlegur; þannig koma þeir listamenn sem standa að sýningunni frá fimm löndum. Sýningin fjallar um stúlkuna Maddid, sem Vala leikur, og tilraunir hennar til að fóta sig í lífinu. Verkið er unnið með svokallaðri „devised"-vinnuaðferð, en í henni er samvinna í forgrunni. „Í byrjun vinnuferlisins gengum við út frá hugmynd um persónuna Maddid," útskýrir Vala. „Við unnum mikla spunavinnu út frá henni og smátt og smátt tók verkið á sig mynd. Verkið er svo í sífelldri þróun; við sýndum það upprunalega á ensku í Lundúnum, en það hefur haft talsverð áhrif á þróun þess að þurfa að snara því yfir á íslensku og staðfæra það fyrir sýningarnar hér. Að auki hafa viðbrögð áhorfenda og aðkoma nýrra listamanna haft áhrif á hvernig verkið breytist. Titilpersóna leikritsins er meðvituð um að hún er unnin með þessari „devised" aðferð og er því nokkuð brotakennd. Við erum í raun dálítið að leika okkur með möguleikana sem það býður upp á." Maddid hefur almennt verið vel tekið hér á landi að sögn Völu. Verkið var sýnt á ArtFart-hátíðinni í síðasta mánuði, svo ferðaðist hópurinn með það til Vestmannaeyja og að lokum verða sýningar í Hafnarfjarðarleikhúsinu nú um helgina. Vala segir það hafa verið ánægjulegt að sýna íslenskum áhorfendum verkið. „Sýningin hefur orðið léttari við það að koma hingað til lands og fyndnari held ég. Þegar við höfum sýnt verkið á ensku hefur Maddid, sem er íslensk stúlka, stundum átt erfitt með að tjá sig á því tungumáli og því leikið meira með líkamanum. Hér hefur sýningin þróast í aðra átt þar sem að Maddid kann sama tungumál og áhorfendur, en þar sem hún er „devised" verk og í stöðugri þróun, þá er hún jafnframt pirruð yfir að vera ófullgerð og á erfitt með að tjá sig þar sem ekki er búið að skrifa fyrir hana handrit. Því tekur líkaminn enn stjórnina á stundum með ófyrirsjáanlegum og skondnum afleiðingum. Við stefnum að því að setja sýninguna aftur upp í Lundúnum nú í haust, en þá verður hún orðin talsvert breytt eftir Íslandsförina þar sem að við komum til með að þýða og staðfæra sýninguna eins og hún er orðin núna á íslensku aftur yfir á ensku." Síðustu tvær sýningarnar á þessari forvitnilegu sýningu fara fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Strandgötu 50, í kvöld og annað kvöld kl. 20. Miða á sýningarnar má nálgast á www.midi.is og við innganginn. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Sviðslistahópurinn Maddid Theatre Company kom til landsins frá Englandi fyrir hálfum mánuði og hefur ferðast um landið með einleikinn Maddid. Nú er komið að lokasýningum hér á landi. Leikkonan Vala Ómarsdóttir stofnaði hópinn fyrir um ári ásamt leikhúsframleiðandanum Mari Rettedal, en síðan þá hafa fleiri listamenn bæst í hópinn. Hópurinn er býsna fjölþjóðlegur; þannig koma þeir listamenn sem standa að sýningunni frá fimm löndum. Sýningin fjallar um stúlkuna Maddid, sem Vala leikur, og tilraunir hennar til að fóta sig í lífinu. Verkið er unnið með svokallaðri „devised"-vinnuaðferð, en í henni er samvinna í forgrunni. „Í byrjun vinnuferlisins gengum við út frá hugmynd um persónuna Maddid," útskýrir Vala. „Við unnum mikla spunavinnu út frá henni og smátt og smátt tók verkið á sig mynd. Verkið er svo í sífelldri þróun; við sýndum það upprunalega á ensku í Lundúnum, en það hefur haft talsverð áhrif á þróun þess að þurfa að snara því yfir á íslensku og staðfæra það fyrir sýningarnar hér. Að auki hafa viðbrögð áhorfenda og aðkoma nýrra listamanna haft áhrif á hvernig verkið breytist. Titilpersóna leikritsins er meðvituð um að hún er unnin með þessari „devised" aðferð og er því nokkuð brotakennd. Við erum í raun dálítið að leika okkur með möguleikana sem það býður upp á." Maddid hefur almennt verið vel tekið hér á landi að sögn Völu. Verkið var sýnt á ArtFart-hátíðinni í síðasta mánuði, svo ferðaðist hópurinn með það til Vestmannaeyja og að lokum verða sýningar í Hafnarfjarðarleikhúsinu nú um helgina. Vala segir það hafa verið ánægjulegt að sýna íslenskum áhorfendum verkið. „Sýningin hefur orðið léttari við það að koma hingað til lands og fyndnari held ég. Þegar við höfum sýnt verkið á ensku hefur Maddid, sem er íslensk stúlka, stundum átt erfitt með að tjá sig á því tungumáli og því leikið meira með líkamanum. Hér hefur sýningin þróast í aðra átt þar sem að Maddid kann sama tungumál og áhorfendur, en þar sem hún er „devised" verk og í stöðugri þróun, þá er hún jafnframt pirruð yfir að vera ófullgerð og á erfitt með að tjá sig þar sem ekki er búið að skrifa fyrir hana handrit. Því tekur líkaminn enn stjórnina á stundum með ófyrirsjáanlegum og skondnum afleiðingum. Við stefnum að því að setja sýninguna aftur upp í Lundúnum nú í haust, en þá verður hún orðin talsvert breytt eftir Íslandsförina þar sem að við komum til með að þýða og staðfæra sýninguna eins og hún er orðin núna á íslensku aftur yfir á ensku." Síðustu tvær sýningarnar á þessari forvitnilegu sýningu fara fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Strandgötu 50, í kvöld og annað kvöld kl. 20. Miða á sýningarnar má nálgast á www.midi.is og við innganginn. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira