Boston getur tryggt sér NBA-meistaratitilinn í kvöld takist liðinu að sigra LA Lakers í fimmtu úrslitaviðureign liðanna. Staðan í einvíginu er 3-1 fyrir Boston.
Boston hefur sextán sinnum unnið NBA-titilinn og sagan er á þeirra bandi. Ekkert lið hefur unnið titilinn eftir að hafa lent undir 1-3 í úrslitaeinvíginu.
Leikurinn í kvöld verður í Staples Center og að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 01:00 eftir miðnætti.