Óskhyggja og raunsæi Auðunn Arnórsson skrifar 24. september 2008 05:00 Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar hittir í dag að máli í Brussel Joaquin Almunia, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Fundahöldum Brussel-leiðangurs nefndarinnar mun síðan ljúka með spjalli við fulltrúa Seðlabanka Evrópu. Nefndin fékk þau fyrirsjáanlegu svör frá stækkunarmálastjóra sambandsins, Finnanum Olli Rehn, í fyrradag að enginn vilji væri fyrir því innan ESB að ræða möguleikann á að Ísland fengi að taka upp evruna með tvíhliða samningum á grundvelli EES-samningsins. Lengra er síðan að forsvarsmenn Seðlabanka Evrópu lýstu því yfir fyrir sitt leyti að þeim þætti slíkt fyrirkomulag ekki koma til greina. Forsenda fyrir því að taka upp evruna væri full aðild að Efnahags- og myntbandalaginu og forsenda fyrir henni væri full aðild að Evrópusambandinu. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og annar formanna nefndarinnar, heldur því þó fram að þessi svör loki ekki fyrir að þetta sé „lagatæknilega hægt," og sé svo, þá snúist málið um pólitík. Tækju íslenzk stjórnvöld ákvörðun um að „skoða þetta af alvöru" yrði sú umræða að fara fram við æðstu stjórnmálamenn ESB frekar en embættismenn þess í Brussel. Eins og fram kemur í frétt í Fréttablaðinu í dag tjáði Graham Avery, breskur evrópumálasérfræðingur frá Brussel, sig um þetta atriði í tengslum við fyrirlestur sem hann hélt við Háskóla Íslands í gær. Hann bendir á að hin afdráttarlausa höfnun forsvarsmanna Seðlabanka Evrópu (ECB) sé nóg til að slá málið út af borðinu. Því hann eigi mjög bágt með að sjá fyrir sér nokkurn ríkisstjórnarleiðtoga sambandsins ganga gegn vilja stjórnar ECB í svona máli, í ljósi þess hve miklu lykilhlutverki sú stofnun augljóslega myndi gegna í hvers konar samningum um aðgang að evrunni. En að því er haft var eftir formönnum Evrópunefndarinnar, Illuga og Ágústi Ólafi Ágústssyni, varaformanni Samfylkingarinnar, stendur til á fundinum með Almunia í dag að ræða nánar spurninguna um lagaleg rök með og á móti möguleikanum á tvíhliða upptöku evru. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem fór fyrir fyrri Evrópunefnd forsætisráðherra sem skilaði af sér fyrir alþingiskosningarnar vorið 2007, hefur haldið því fram að ekkert í lagaverki ESB mæli gegn möguleikanum á að ríki utan sambandsins semdi við það um að taka upp evruna. Verði niðurstaðan úr viðræðum nefndarinnar við Almunia á þá leið, að svona lausn sé heldur ekki „lagatæknilega" möguleg, ætti að vera hægt að ná um það samstöðu innan nefndarinnar að frekari tilraunir til að leita slíkrar tvíhliða sérlausnar hjá ESB á peningamálakreppu Íslendinga sé sóun á kröftum og tíma. Verði aftur á móti hægt að túlka niðurstöðuna þannig að hún loki ekki alfarið fyrir hinn „lagatæknilega" möguleika verða fylgismenn þessarar leiðar að fá ríkisstjórnina til að ákveða að segja skilið við gildandi peningamálastefnu og gera síðan allt sem í hennar valdi stendur til að vinna því pólitískan stuðning hjá öllum ESB-ríkisstjórnunum 27 að Íslandi verði boðin slík sérlausn. Ímyndar sér einhver að það yrði auðsóttara en að semja um fulla aðild Íslands að bæði ESB og myntbandalaginu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar hittir í dag að máli í Brussel Joaquin Almunia, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Fundahöldum Brussel-leiðangurs nefndarinnar mun síðan ljúka með spjalli við fulltrúa Seðlabanka Evrópu. Nefndin fékk þau fyrirsjáanlegu svör frá stækkunarmálastjóra sambandsins, Finnanum Olli Rehn, í fyrradag að enginn vilji væri fyrir því innan ESB að ræða möguleikann á að Ísland fengi að taka upp evruna með tvíhliða samningum á grundvelli EES-samningsins. Lengra er síðan að forsvarsmenn Seðlabanka Evrópu lýstu því yfir fyrir sitt leyti að þeim þætti slíkt fyrirkomulag ekki koma til greina. Forsenda fyrir því að taka upp evruna væri full aðild að Efnahags- og myntbandalaginu og forsenda fyrir henni væri full aðild að Evrópusambandinu. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og annar formanna nefndarinnar, heldur því þó fram að þessi svör loki ekki fyrir að þetta sé „lagatæknilega hægt," og sé svo, þá snúist málið um pólitík. Tækju íslenzk stjórnvöld ákvörðun um að „skoða þetta af alvöru" yrði sú umræða að fara fram við æðstu stjórnmálamenn ESB frekar en embættismenn þess í Brussel. Eins og fram kemur í frétt í Fréttablaðinu í dag tjáði Graham Avery, breskur evrópumálasérfræðingur frá Brussel, sig um þetta atriði í tengslum við fyrirlestur sem hann hélt við Háskóla Íslands í gær. Hann bendir á að hin afdráttarlausa höfnun forsvarsmanna Seðlabanka Evrópu (ECB) sé nóg til að slá málið út af borðinu. Því hann eigi mjög bágt með að sjá fyrir sér nokkurn ríkisstjórnarleiðtoga sambandsins ganga gegn vilja stjórnar ECB í svona máli, í ljósi þess hve miklu lykilhlutverki sú stofnun augljóslega myndi gegna í hvers konar samningum um aðgang að evrunni. En að því er haft var eftir formönnum Evrópunefndarinnar, Illuga og Ágústi Ólafi Ágústssyni, varaformanni Samfylkingarinnar, stendur til á fundinum með Almunia í dag að ræða nánar spurninguna um lagaleg rök með og á móti möguleikanum á tvíhliða upptöku evru. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem fór fyrir fyrri Evrópunefnd forsætisráðherra sem skilaði af sér fyrir alþingiskosningarnar vorið 2007, hefur haldið því fram að ekkert í lagaverki ESB mæli gegn möguleikanum á að ríki utan sambandsins semdi við það um að taka upp evruna. Verði niðurstaðan úr viðræðum nefndarinnar við Almunia á þá leið, að svona lausn sé heldur ekki „lagatæknilega" möguleg, ætti að vera hægt að ná um það samstöðu innan nefndarinnar að frekari tilraunir til að leita slíkrar tvíhliða sérlausnar hjá ESB á peningamálakreppu Íslendinga sé sóun á kröftum og tíma. Verði aftur á móti hægt að túlka niðurstöðuna þannig að hún loki ekki alfarið fyrir hinn „lagatæknilega" möguleika verða fylgismenn þessarar leiðar að fá ríkisstjórnina til að ákveða að segja skilið við gildandi peningamálastefnu og gera síðan allt sem í hennar valdi stendur til að vinna því pólitískan stuðning hjá öllum ESB-ríkisstjórnunum 27 að Íslandi verði boðin slík sérlausn. Ímyndar sér einhver að það yrði auðsóttara en að semja um fulla aðild Íslands að bæði ESB og myntbandalaginu?
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun