Líkur á hærri stýrivöxtum í Bandaríkjunum 27. ágúst 2008 09:32 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, í þungum þönkum. Mynd/AFP Þegar næst verður hreyft við stýrivöxtum í Bandaríkjunum þá verða þeir hækkaðir. Þetta kemur fram í minnipunktum af síðasta vaxtaákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í síðasta mánuði, sem birtir voru í gær. Ekki liggur þó fyrir hvenær ákvörðun um slíkt mun verða tekin en reiknað er með óbreyttum stýrivöxtum vestanhafs fram í nóvember. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í byrjun þessa mánaðar að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Í minnipunktunum kemur fram að þótt menn telji nauðsynlegt að auka aðhald í peningamálum eftir snarpa lækkun stýrivaxta þá greini á um verðbólguvæntingar. Verðbólga í Vesturheimi hefur aukist nokkuð samhliða stýrivaxtalækkun síðastliðið árið. Á sama tíma hefur verð á hrávöru verið að lækka síðustu vikurnar eftir að hafa staðið í hæstu hæðum sem reiknað er með að geti dregið úr verðbólgu. Helstu áhættuþættirnir liggja hins vegar í fjármála- og húsnæðisgeiranum en óvíst er hvort lausafjárkreppan sé að renna sitt skeið eða muni halda áfram og jafnvel verða dýpri. Reynist fjármálakreppan dýpri og erfiðari megi reikna með því að aðstæður á húsnæðismarkaði versni frekar, hefur Bloomberg-fréttastofan eftir sérfræðingum í málefnum bandaríska seðlabankans. Fjármálaóstöðugleikinn hefur að sama skapi valdið óvissu í atvinnumálum en tæp hálf milljón Bandaríkjamanna hefur misst vinnuna frá áramótum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Þegar næst verður hreyft við stýrivöxtum í Bandaríkjunum þá verða þeir hækkaðir. Þetta kemur fram í minnipunktum af síðasta vaxtaákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í síðasta mánuði, sem birtir voru í gær. Ekki liggur þó fyrir hvenær ákvörðun um slíkt mun verða tekin en reiknað er með óbreyttum stýrivöxtum vestanhafs fram í nóvember. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í byrjun þessa mánaðar að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Í minnipunktunum kemur fram að þótt menn telji nauðsynlegt að auka aðhald í peningamálum eftir snarpa lækkun stýrivaxta þá greini á um verðbólguvæntingar. Verðbólga í Vesturheimi hefur aukist nokkuð samhliða stýrivaxtalækkun síðastliðið árið. Á sama tíma hefur verð á hrávöru verið að lækka síðustu vikurnar eftir að hafa staðið í hæstu hæðum sem reiknað er með að geti dregið úr verðbólgu. Helstu áhættuþættirnir liggja hins vegar í fjármála- og húsnæðisgeiranum en óvíst er hvort lausafjárkreppan sé að renna sitt skeið eða muni halda áfram og jafnvel verða dýpri. Reynist fjármálakreppan dýpri og erfiðari megi reikna með því að aðstæður á húsnæðismarkaði versni frekar, hefur Bloomberg-fréttastofan eftir sérfræðingum í málefnum bandaríska seðlabankans. Fjármálaóstöðugleikinn hefur að sama skapi valdið óvissu í atvinnumálum en tæp hálf milljón Bandaríkjamanna hefur misst vinnuna frá áramótum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira