Seve Ballesteros mun í dag gangast undir þriðju aðgerðina á skömmum tíma eftir að heilaæxli var uppgötvað fyrr í mánuðinum.
Búist er við því að aðgerðin muni standa yfir stærstan hluta dagsins en reynt verður að klára að fjarlægja æxlið.
Hann fór í fyrstu aðgerðina í síðustu viku en þurfti að fara aftur í aðgerð þar sem að læknar þurftu að minnka þrýsting á heilann.
Ástand Ballesteros er sagt vera stöðugt en afar alvarlegt.