Malarastúlkan fagra 7. nóvember 2008 03:30 Hlöðver Sigurðsson syngur bálkinn til malarastúlkunnar í Gamla bíói á sunnudag. Tvö Schubert-kvöld verða haldin í Íslensku óperunni í þessum mánuði, þar sem hinir geysifögru ljóðaflokkar Schuberts, Malarastúlkan fagra og Vetrarferðin, verða fluttir. Fyrra kvöldið er sunnudaginn 9. nóvember næstkomandi kl. 20, en þá flytur Hlöðver Sigurðsson tenór sem nýlega hefur lokið söngnámi, Malarastúlkuna fögru, ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara við Íslensku óperuna. Malarastúlkan fagra er söngljóðaflokkur eftir Franz Schubert við texta Wilhelms Müller og er einn sá þekktasti sem saminn hefur verið. Verkið er skrifað fyrir háa söngrödd og píanó, og er oftast flutt af karlmanni, þar sem í textanum segir frá ungum manni og óendurgoldinni ást hans á ungri stúlku. Þáttur píanósins í verkinu er afar stór og því gegnir píanóleikarinn veigamiklu hlutverki á tónleikunum. Müller gaf ljóðin út árið 1820 og þremur árum síðar samdi Schubert tónlist við þau, 26 ára að aldri. Hann notaði alls 20 kvæði úr ljóðaflokknum í verk sitt, sem talið er meðal hans lykilverka. Síðar samdi Schubert annan söngljóðaflokk við ljóð Müllers, Vetrarferðina, sem verður flutt í Íslensku óperunni síðar í mánuðinum. Hlöðver og Antonía gáfu út geisladisk með Malarastúlkunni fögru árið 2005, þar sem textinn var fluttur á íslensku í þýðingu Guðmundar Hansen Friðrikssonar. Á tónleikunum nú verður textinn hins vegar fluttur á þýsku eins og venja er til, en íslenska textanum verður varpað upp á tjald á sviðinu á tónleikunum. Enn fremur verða sýndar þar landslagsljósmyndir úr smiðju sr. Braga J. Ingibergssonar. Bálkurinn er viðurkenndur sem einn fegursti lagaflokkur sem saminn hefur verið og er í miklum metum hjá aðdáendum tónskáldsins sem nú fá fágætt tækifæri til endurfunda við listaverkið.- pbb Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tvö Schubert-kvöld verða haldin í Íslensku óperunni í þessum mánuði, þar sem hinir geysifögru ljóðaflokkar Schuberts, Malarastúlkan fagra og Vetrarferðin, verða fluttir. Fyrra kvöldið er sunnudaginn 9. nóvember næstkomandi kl. 20, en þá flytur Hlöðver Sigurðsson tenór sem nýlega hefur lokið söngnámi, Malarastúlkuna fögru, ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara við Íslensku óperuna. Malarastúlkan fagra er söngljóðaflokkur eftir Franz Schubert við texta Wilhelms Müller og er einn sá þekktasti sem saminn hefur verið. Verkið er skrifað fyrir háa söngrödd og píanó, og er oftast flutt af karlmanni, þar sem í textanum segir frá ungum manni og óendurgoldinni ást hans á ungri stúlku. Þáttur píanósins í verkinu er afar stór og því gegnir píanóleikarinn veigamiklu hlutverki á tónleikunum. Müller gaf ljóðin út árið 1820 og þremur árum síðar samdi Schubert tónlist við þau, 26 ára að aldri. Hann notaði alls 20 kvæði úr ljóðaflokknum í verk sitt, sem talið er meðal hans lykilverka. Síðar samdi Schubert annan söngljóðaflokk við ljóð Müllers, Vetrarferðina, sem verður flutt í Íslensku óperunni síðar í mánuðinum. Hlöðver og Antonía gáfu út geisladisk með Malarastúlkunni fögru árið 2005, þar sem textinn var fluttur á íslensku í þýðingu Guðmundar Hansen Friðrikssonar. Á tónleikunum nú verður textinn hins vegar fluttur á þýsku eins og venja er til, en íslenska textanum verður varpað upp á tjald á sviðinu á tónleikunum. Enn fremur verða sýndar þar landslagsljósmyndir úr smiðju sr. Braga J. Ingibergssonar. Bálkurinn er viðurkenndur sem einn fegursti lagaflokkur sem saminn hefur verið og er í miklum metum hjá aðdáendum tónskáldsins sem nú fá fágætt tækifæri til endurfunda við listaverkið.- pbb
Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira