Birgir Leifur Hafþórsson lék á tveimur höggum yfir pari á þriðja keppnisdegi opna suður-afríska meistaramótsins í golfi.
Birgir Leifur lék á 74 höggum og er samtals á einu höggi yfir pari. Hann komst í gegnum niðurskurðinn í gær en er nú meðal neðstu manna af þeim sem léku í dag.
Aðeins fjórir kylfingar eru á samtals yfir pari vallarins eftir hringina þrjá.
Birgir Liefur fékk samtals þrjá fugla en fimm skolla í dag. Hann lék fyrri holurnar níu á 36 höggum en þær seinni á 38 höggum.
Birgir Leifur meðal neðstu manna
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
