Verk Warhols bönnuð í Kína 24. júlí 2008 04:00 Myndlist Verk Andys Warhol má ekki sýna í Kína í ágúst. Danska galleríið Faurschou sem er nýbúið að opna útibú í Peking hugðist opna þar sýningu á verkum Andys Warhol en er nú lent í útistöðum við yfirvöld. Verkin, sem safnað var víða og eru alls 38, eru föst í tolli. Helmingur þeirra eru andlitsmyndir af íþróttafólki úr seríu sem sýnd var hér í Gallerí Fold fyrir fáum árum. Galleríið sem er virt og selur meðal annars verk Ólafs Elíassonar hefur þegar prentað sýningarskrá og sent út boðsmiða. Yfirvöld í Kína segja list eftir kínverska listamenn eiga að vera á boðstólum þetta sumar. Framvarðarhreyfing þeirra er reyndar undir miklum áhrifum frá Warhol, en yfirvöldum er ekki haggað. Þau vilja ekki heimila uppsetningu verkanna „af öryggisástæðum". Hin óopinbera skýring mun vera sú að nýja útibúið er í hverfi nærri gömlu verksmiðjuhverfi sem nú hýsir vinnustofur listamanna og kallast 798. Það er í dag einn helsti viðkomustaður ferðamanna. Viðbrögð stjórnvalda minna á að eftir tónleika Bjarkar í Sjanghæ í mars var hert verulega á kröfum til aðkomulistamanna að þeir skipti sér ekki af innanríkismálum. Faurschou hafa loforð um að geta sett sýninguna upp í byrjun september. Í síðustu viku var tveimur belgískum galleríeigendum gert að loka búð nema þeir sýndu einvörðungu verk kínverskra listamanna í sínu galleríi. Fjöldi erlendra gallería hefur nú opnað útibú eða aðalstöðvar í Peking enda gerast kínverskir auðmenn æ frekari í söfnun á myndlist á heimsmarkaði. Væntanlega munu opinberir íslenskir gestir sækja þetta hverfi heim í heimsóknum sínum í næsta mánuði, en þar fá þeir ekki að sjá neitt af verkum Andys Warhol. Þau verða herra Ólafur og Þorgerður Katrín að sjá annars staðar. Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Danska galleríið Faurschou sem er nýbúið að opna útibú í Peking hugðist opna þar sýningu á verkum Andys Warhol en er nú lent í útistöðum við yfirvöld. Verkin, sem safnað var víða og eru alls 38, eru föst í tolli. Helmingur þeirra eru andlitsmyndir af íþróttafólki úr seríu sem sýnd var hér í Gallerí Fold fyrir fáum árum. Galleríið sem er virt og selur meðal annars verk Ólafs Elíassonar hefur þegar prentað sýningarskrá og sent út boðsmiða. Yfirvöld í Kína segja list eftir kínverska listamenn eiga að vera á boðstólum þetta sumar. Framvarðarhreyfing þeirra er reyndar undir miklum áhrifum frá Warhol, en yfirvöldum er ekki haggað. Þau vilja ekki heimila uppsetningu verkanna „af öryggisástæðum". Hin óopinbera skýring mun vera sú að nýja útibúið er í hverfi nærri gömlu verksmiðjuhverfi sem nú hýsir vinnustofur listamanna og kallast 798. Það er í dag einn helsti viðkomustaður ferðamanna. Viðbrögð stjórnvalda minna á að eftir tónleika Bjarkar í Sjanghæ í mars var hert verulega á kröfum til aðkomulistamanna að þeir skipti sér ekki af innanríkismálum. Faurschou hafa loforð um að geta sett sýninguna upp í byrjun september. Í síðustu viku var tveimur belgískum galleríeigendum gert að loka búð nema þeir sýndu einvörðungu verk kínverskra listamanna í sínu galleríi. Fjöldi erlendra gallería hefur nú opnað útibú eða aðalstöðvar í Peking enda gerast kínverskir auðmenn æ frekari í söfnun á myndlist á heimsmarkaði. Væntanlega munu opinberir íslenskir gestir sækja þetta hverfi heim í heimsóknum sínum í næsta mánuði, en þar fá þeir ekki að sjá neitt af verkum Andys Warhol. Þau verða herra Ólafur og Þorgerður Katrín að sjá annars staðar.
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira