Saga flóttamanna og hælisleitenda 11. september 2008 04:00 Sylvia Kithole Moudi Fædd í Keníu 1975, kom til Íslands árið 2006. Mynd/Katrín Elvarsdóttir Sýningin Heima - heiman verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur af flóttamönnum og hælisleitendum á Íslandi, ásamt textabrotum og hljóðverki sem unnið er upp úr viðtölum Sigrúnar Sigurðardóttur menningarfræðings við fólkið. Á sýningunni er veitt innsýn í líf flóttamanna og hælisleitenda sem komið hafa til Íslands á síðustu árum og áratugum. Fólkið á sýningunni er um flest ólíkt, en á það þó sameiginlegt að hafa þurft að flýja heimkynni sín og að hafa komið til Íslands og búið sér hér nýtt heimili. Katrín segir hugmyndina að sýningunni hafa kviknað fyrir nokkrum árum þegar þær Sigrún voru báðar nýfluttar heim að utan og langaði til að vinna að verkefni saman. „Það reyndist nokkuð erfitt að hrinda þessarri hugmynd okkar í framkvæmd," útskýrir Katrín. „Fyrir það fyrsta var erfitt að hafa uppi á fólki sem var flóttafólk eða hælisleitendur og var reiðubúið að leyfa okkur að mynda sig og segja okkur frá reynslu sinni. Einnig var erfitt að útvega fjármögnun fyrir verkefnið og sýningarstað og því höfum við verið að vinna í þessu hægt og rólega um nokkuð skeið. Það komst reyndar skriður á verkefnið eftir að við fengum inni hjá Ljósmyndasafninu." Katrín tók tvær myndir af hverri manneskju; portrettmynd og mynd af fólkinu með hlut sem hefur fylgt þeim í gegn um flutningsferlið og hefur mikið tilfinningagildi. „Það var athyglisvert að sjá hvað fólk valdi ólíka hluti; sumir völdu hluti sem höfðu fylgt þeim frá heimalandinu og aðrir völdu hluti sem táknuðu hið nýja líf þeirra á Íslandi," segir Katrín. Viðföng sýningarinnar eru ellefu talsins og spanna breitt aldursbil. Þannig er elsta fyrirsætan flóttamaður sem kom til landsins frá Ungverjalandi árið 1956, en einnig má sjá á sýningunni myndir af ungu fólki sem kom til landsins í sumar og leitaði hér hælis, en enn er óljóst hvort það fær að dvelja hér. Athygli vekur að sýningin er opnuð í sömu viku og hópur af flóttafólki frá Palestínu kom til landsins og málefni flóttafólks og hælisleitenda því óhjákvæmilega mikið í umræðunni. Katrín segir tímasetninguna þó algera tilviljun. „Við vorum búnar að ákveða þennan sýningartíma löngu áður en koma flóttafólksins var gerð opinber. En þetta er skemmtileg tilviljun sem verður vonandi til þess að vekja fólk enn fremur til umhugsunar um málefni flóttafólks og hælisleitenda." Sýningin Heima - heiman stendur til 23. nóvember. Rétt er að vekja athygli á því að um þessar mundir og fram til 27. september er einnig hægt að sjá ljósmyndir eftir Katrínu á sýningunni Margsaga í Gallerí Ágúst, Baldursgötu 12. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Sýningin Heima - heiman verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur af flóttamönnum og hælisleitendum á Íslandi, ásamt textabrotum og hljóðverki sem unnið er upp úr viðtölum Sigrúnar Sigurðardóttur menningarfræðings við fólkið. Á sýningunni er veitt innsýn í líf flóttamanna og hælisleitenda sem komið hafa til Íslands á síðustu árum og áratugum. Fólkið á sýningunni er um flest ólíkt, en á það þó sameiginlegt að hafa þurft að flýja heimkynni sín og að hafa komið til Íslands og búið sér hér nýtt heimili. Katrín segir hugmyndina að sýningunni hafa kviknað fyrir nokkrum árum þegar þær Sigrún voru báðar nýfluttar heim að utan og langaði til að vinna að verkefni saman. „Það reyndist nokkuð erfitt að hrinda þessarri hugmynd okkar í framkvæmd," útskýrir Katrín. „Fyrir það fyrsta var erfitt að hafa uppi á fólki sem var flóttafólk eða hælisleitendur og var reiðubúið að leyfa okkur að mynda sig og segja okkur frá reynslu sinni. Einnig var erfitt að útvega fjármögnun fyrir verkefnið og sýningarstað og því höfum við verið að vinna í þessu hægt og rólega um nokkuð skeið. Það komst reyndar skriður á verkefnið eftir að við fengum inni hjá Ljósmyndasafninu." Katrín tók tvær myndir af hverri manneskju; portrettmynd og mynd af fólkinu með hlut sem hefur fylgt þeim í gegn um flutningsferlið og hefur mikið tilfinningagildi. „Það var athyglisvert að sjá hvað fólk valdi ólíka hluti; sumir völdu hluti sem höfðu fylgt þeim frá heimalandinu og aðrir völdu hluti sem táknuðu hið nýja líf þeirra á Íslandi," segir Katrín. Viðföng sýningarinnar eru ellefu talsins og spanna breitt aldursbil. Þannig er elsta fyrirsætan flóttamaður sem kom til landsins frá Ungverjalandi árið 1956, en einnig má sjá á sýningunni myndir af ungu fólki sem kom til landsins í sumar og leitaði hér hælis, en enn er óljóst hvort það fær að dvelja hér. Athygli vekur að sýningin er opnuð í sömu viku og hópur af flóttafólki frá Palestínu kom til landsins og málefni flóttafólks og hælisleitenda því óhjákvæmilega mikið í umræðunni. Katrín segir tímasetninguna þó algera tilviljun. „Við vorum búnar að ákveða þennan sýningartíma löngu áður en koma flóttafólksins var gerð opinber. En þetta er skemmtileg tilviljun sem verður vonandi til þess að vekja fólk enn fremur til umhugsunar um málefni flóttafólks og hælisleitenda." Sýningin Heima - heiman stendur til 23. nóvember. Rétt er að vekja athygli á því að um þessar mundir og fram til 27. september er einnig hægt að sjá ljósmyndir eftir Katrínu á sýningunni Margsaga í Gallerí Ágúst, Baldursgötu 12. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira