Helgi Valur Daníelsson og félagar í Elfsborg unnu öruggan 4-1 sigur á Trelleborg í sænska boltanum í kvöld. Þar með komst Elfsborg upp að hlið Kalmar á toppi deildarinnar.
Kalmar og Elfsborg hafa bæði 54 stig þegar fjórar umferðir eru eftir og berjast um sænska meistaratitilinn.
Helgi Valur var í byrjunarliði Elfsborg í kvöld en var tekinn af velli undir lokin.