Farsímar svipta hulunni af venjum mannanna Nanna Hlín Halldórsdóttir skrifar 5. júní 2008 11:09 Mörgum þætti eflaust óþægilegt að vita til þess að staðsetning símtala þeirra væru rakin. Ferðir meira en 100 þúsund farsímanotenda hafa verið kortlagðar í tilraun til að búa til heildræna mynd af ferðum manna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að manneskjur eru venjubundnar í eðli sínu og heimsækja að mestu leyti sömu örfáu staðina aftur og aftur. Rannsóknin gæti nýst til þess að koma í veg fyrir sjúkdómafaraldra og spá fyrir um umferð ökutækja segja vísindamenn. Þeir segja einnig að mikil tækifæri geti falist í að rekja símtöl farsímanotenda en áður hafi helst verið notast við GPS-tæki eða skoðunarkannanir til þess að kortleggja ferðamunstur manna. Einnig hefur verið notast við ferðir Bandaríkjadala en þessar aðferðir hafa ekki náð að sýna venjur manna sem skyldi. Í hvert sinn sem farsímanotandi hringdi eða sendi smáskilaboð var staðsetning farsíma hans skráð niður innan þriggja ferkílómetra svæðis. Rannsakendur vildu ekki uppljóstra hvar rannsóknin hefði verið framkvæmd og sögðu að gerðar hefðu verið öryggisráðstafanir til að tryggja nafnleynd þátttakenda. Rannsakendur töldu það góðar fréttir að ferðamynstur manna væru svipuð. Ef svo væri ekki og tilraun væri gerð til þess að gera líkan af ferðum manna þyrfti að gera líkan af ferðum hvers og eins í stað þess að gera eitt líkan sem ferðir flesta gætu fallið undir. Tækni Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ferðir meira en 100 þúsund farsímanotenda hafa verið kortlagðar í tilraun til að búa til heildræna mynd af ferðum manna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að manneskjur eru venjubundnar í eðli sínu og heimsækja að mestu leyti sömu örfáu staðina aftur og aftur. Rannsóknin gæti nýst til þess að koma í veg fyrir sjúkdómafaraldra og spá fyrir um umferð ökutækja segja vísindamenn. Þeir segja einnig að mikil tækifæri geti falist í að rekja símtöl farsímanotenda en áður hafi helst verið notast við GPS-tæki eða skoðunarkannanir til þess að kortleggja ferðamunstur manna. Einnig hefur verið notast við ferðir Bandaríkjadala en þessar aðferðir hafa ekki náð að sýna venjur manna sem skyldi. Í hvert sinn sem farsímanotandi hringdi eða sendi smáskilaboð var staðsetning farsíma hans skráð niður innan þriggja ferkílómetra svæðis. Rannsakendur vildu ekki uppljóstra hvar rannsóknin hefði verið framkvæmd og sögðu að gerðar hefðu verið öryggisráðstafanir til að tryggja nafnleynd þátttakenda. Rannsakendur töldu það góðar fréttir að ferðamynstur manna væru svipuð. Ef svo væri ekki og tilraun væri gerð til þess að gera líkan af ferðum manna þyrfti að gera líkan af ferðum hvers og eins í stað þess að gera eitt líkan sem ferðir flesta gætu fallið undir.
Tækni Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira