Vil ekki hugsa til þess hvenær ég skoraði síðast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2008 15:28 Gylfi Einarsson, leikmaður Brann í Noregi. Mynd/Heimasíða Brann Gylfi Einarsson er kominn á fullt skrið í boltanum í nýjan leik með Brann í Noregi eftir fjögur löng og mögur ár í Englandi. Gylfi skoraði eitt marka Brann í 2-1 sigri á Lilleström en það hans fyrsti leikur í byrjunarliði Brann á tímabilinu. Markið má sjá hér en það kemur þegar um þrjár mínútur og 20 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Það má einnig sjá mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar fyrir Vålerenga gegn Viking en það kemur eftir fimm mínútur. Það var ef til vill viðeigandi að markið kom gegn hans gamla liði, Lilleström, þar sem hann lék í fjögur ár við góðan orðstír. Á sínu síðasta tímabili skoraði hann tólf mörk fyrir Lilleström en hann var í kjölfarið seldur til Leeds á Englandi. Það var árið 2004. Hann byrjaði ágætlega þar og skoraði fljótlega á tímabilinu sitt fyrsta mark fyrir Leeds. Það reyndist þó hans síðasta. Á þeim þremur tímabilum sem hann lék með Leeds lék hann einungis 21 leik en tíð meiðsli settu strik í reikninginn. „Það var mjög sætt að skora um helgina," sagði Gylfi í samtali við Vísi. „Ég vil ekki einu sinni hugsa til þess hvað það er langt síðan ég skoraði í alvöru leik. En það er mjög langt." Hann segir að það hafi vissulega verið léttir að ná loksins að skora. „Þetta er búinn að vera langur tími sem hefur farið í meiðsli og annað rugl. Nú horfir maður bara fram á við." Gylfa líkar vistin vel hjá Brann enda þekkir hann vel til í Noregi. „Þetta er mjög gott félag og ekkert nema gott um það að segja. Byrjunin á tímabilinu hefur verið svolítið slöpp hjá okkur en við erum með breiðan og góðan mannskap og getum vel gert góða hluti." Á morgun mætir Brann liði Tromsö á útivelli í fyrsta leik sjöttu umferðar en Gylfi býst þó við því að byrja á bekknum í þeim leik. „Þjálfarinn sagði mér að hann vill alls ekki missa mig fyrir leikinn gegn Vålerenga þann sextánda mai. Þetta er í raun stærsti leikur ársins og vil ég sjálfur alls ekki missa af honum." „Ég er þegar búinn að fá tvö gul spjöld og ég fer í leikbann ef ég fæ það þriðja. Auk þess spilar Tromsö á gervigrasi sem er ekkert sérstaklega gott fyrir mig. Maður vill auðvitað spila alla leiki en þetta er skynsamleg ákvörðun." Hann segir þó að meiðslin sitji ekki mikið í sér. „Þetta tekur bara tíma enda langt síðan ég spilaði reglulega síðast. Ég finn þó mikinn mun á mér í hverru viku og finn að ég er að nálgast mitt fyrra form." Gylfi var á sínum tíma fastamaður í íslenska landsliðinu og á að baki 24 leiki með A-landsliðinu og eitt mark sem hann skoraði í frægum 2-0 sigri Íslands á Ítalíu. „Ég er rauninni að hugsa einungis um Brann þessa stundina. Ef ég fæ kallið frá landsliðinu þá kemur það bara. Ég hitti Óla (Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara) þegar hann kom til Osló um daginn og spjallaði þá við hann. Það væri vissulega gaman að spila með landsliðinu á nýjan leik en ég er ekkert að spá í því í augnablikinu." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira
Gylfi Einarsson er kominn á fullt skrið í boltanum í nýjan leik með Brann í Noregi eftir fjögur löng og mögur ár í Englandi. Gylfi skoraði eitt marka Brann í 2-1 sigri á Lilleström en það hans fyrsti leikur í byrjunarliði Brann á tímabilinu. Markið má sjá hér en það kemur þegar um þrjár mínútur og 20 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Það má einnig sjá mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar fyrir Vålerenga gegn Viking en það kemur eftir fimm mínútur. Það var ef til vill viðeigandi að markið kom gegn hans gamla liði, Lilleström, þar sem hann lék í fjögur ár við góðan orðstír. Á sínu síðasta tímabili skoraði hann tólf mörk fyrir Lilleström en hann var í kjölfarið seldur til Leeds á Englandi. Það var árið 2004. Hann byrjaði ágætlega þar og skoraði fljótlega á tímabilinu sitt fyrsta mark fyrir Leeds. Það reyndist þó hans síðasta. Á þeim þremur tímabilum sem hann lék með Leeds lék hann einungis 21 leik en tíð meiðsli settu strik í reikninginn. „Það var mjög sætt að skora um helgina," sagði Gylfi í samtali við Vísi. „Ég vil ekki einu sinni hugsa til þess hvað það er langt síðan ég skoraði í alvöru leik. En það er mjög langt." Hann segir að það hafi vissulega verið léttir að ná loksins að skora. „Þetta er búinn að vera langur tími sem hefur farið í meiðsli og annað rugl. Nú horfir maður bara fram á við." Gylfa líkar vistin vel hjá Brann enda þekkir hann vel til í Noregi. „Þetta er mjög gott félag og ekkert nema gott um það að segja. Byrjunin á tímabilinu hefur verið svolítið slöpp hjá okkur en við erum með breiðan og góðan mannskap og getum vel gert góða hluti." Á morgun mætir Brann liði Tromsö á útivelli í fyrsta leik sjöttu umferðar en Gylfi býst þó við því að byrja á bekknum í þeim leik. „Þjálfarinn sagði mér að hann vill alls ekki missa mig fyrir leikinn gegn Vålerenga þann sextánda mai. Þetta er í raun stærsti leikur ársins og vil ég sjálfur alls ekki missa af honum." „Ég er þegar búinn að fá tvö gul spjöld og ég fer í leikbann ef ég fæ það þriðja. Auk þess spilar Tromsö á gervigrasi sem er ekkert sérstaklega gott fyrir mig. Maður vill auðvitað spila alla leiki en þetta er skynsamleg ákvörðun." Hann segir þó að meiðslin sitji ekki mikið í sér. „Þetta tekur bara tíma enda langt síðan ég spilaði reglulega síðast. Ég finn þó mikinn mun á mér í hverru viku og finn að ég er að nálgast mitt fyrra form." Gylfi var á sínum tíma fastamaður í íslenska landsliðinu og á að baki 24 leiki með A-landsliðinu og eitt mark sem hann skoraði í frægum 2-0 sigri Íslands á Ítalíu. „Ég er rauninni að hugsa einungis um Brann þessa stundina. Ef ég fæ kallið frá landsliðinu þá kemur það bara. Ég hitti Óla (Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara) þegar hann kom til Osló um daginn og spjallaði þá við hann. Það væri vissulega gaman að spila með landsliðinu á nýjan leik en ég er ekkert að spá í því í augnablikinu."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira