Eiður Smári Guðjohnsen er í 20 manna hópi Barcelona sem fer til Póllands í vikunni þar sem liðið mætir Wisla Krakow í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Fyrri viðureign liðanna lauk með 4-0 sigri Börsunga sem ættu að eiga greiða leið í riðlakeppnina.
Lionel Messi og Victor Sanchez verða hins vegar ekki með í för. Lionel Messi er nýkominn frá Peking og Sanchez er nýbúinn að jafna sig á meiðslum.
Dani Alves er hins vegar í hópnum en hann hefur átt við meiðsli að stríða.
Hópur Barcelona: Valdes, Marquez, Alves, Abidal, Xavi, Pique, Iniesta, Puyol, Caceres, Sylvinho, Bojan, Eto'o, Henry, Hleb, Keita, Eiður Smári, Toure, Pinto, Pedro og Miño.