Mamma Mia Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. nóvember 2008 06:00 Ég man eftir því að hafa velt því fyrir mér þegar ég var lítil hvor væri meiri pæja, Agnetha Fältskog eða Anni-Frid Lyngstad. Þá bjó ég í Svíþjóð og söngkonur Abba þóttu afbragð annarra kvenna. Mér fannst Anni-Frid sætari af því að hún er dökkhærð og var aðalsöngkona Fernando sem var uppáhalds-Abbalagið mitt. Seinna hef ég lesið lærðar greinar um að Agnetha hafi þótt vera með fallegasta afturenda í Evrópu. Það er nú aldeilis hægt að fara langt á því. Mér fannst líka ofsalega sniðugt að sjá fyrir mér eiginmennina Björn og Benny semja falleg lög sem eiginkonurnar sungu. En svo skildu hjónin auðvitað. Abba lifir hins vegar góðu lífi. Ég áttaði mig á því þegar ég sá Mamma Mia með dætrum mínum tveimur. Ég er síðan svo dæmalaust lánsöm að Abbagenin virðast ríkjandi í fjölskyldunni. Dæturnar eru eldheitir aðdáendur og eiga geisladisk með tónlist Mamma Mia sem hlustað er á aftur og aftur og stundum tekinn með í bílinn til að njóta á leið í skóla og leikskóla. Sú eldri er á Mamma Mia-dansnámskeiði og hélt í vikunni danssýningu á elliheimili í hverfinu. Hún stóð sig að sögn svo vel að hún fékk piparköku og djúsglas fyrir. Sú yngri raular Money, Money, Money á morgnana, sem er reyndar nokkuð passandi í verðbólguástandinu (sér í lagi þegar litið er á textann: I work all night, I work all day, to pay the bills I have to pay. Ain"t it sad, and still there never seems to be a single penny left for me. That"s too bad). En sjálfsagt er barnið ekki með verðbólguna í huganum þegar hún raular uppáhaldslagið sitt. Tónlist Abba lifir af skilnað hljómsveitarinnar og tískusveiflur. Ömmur, mömmur og litlar stelpur hafa allar gaman af tónlistinni. Hvað varðar pæjurnar tvær er eldri systirin á því að Agnetha sé sætari af því að hún er ljóshærð. Sú yngri segir að ómögulegt sé að gera upp á milli kvennanna. Mér hefur svo alltaf fundist að fyrst Abba kom frá Svíþjóð hljóti að vera vit í Svíum og að hin sönglandi sænska tunga hafi leitt af sér þessa listamenn. Kannski að það sé oftúlkun, en eftir stendur að það er bjargföst trú mín að Abba sé besta hljómsveit í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Ég man eftir því að hafa velt því fyrir mér þegar ég var lítil hvor væri meiri pæja, Agnetha Fältskog eða Anni-Frid Lyngstad. Þá bjó ég í Svíþjóð og söngkonur Abba þóttu afbragð annarra kvenna. Mér fannst Anni-Frid sætari af því að hún er dökkhærð og var aðalsöngkona Fernando sem var uppáhalds-Abbalagið mitt. Seinna hef ég lesið lærðar greinar um að Agnetha hafi þótt vera með fallegasta afturenda í Evrópu. Það er nú aldeilis hægt að fara langt á því. Mér fannst líka ofsalega sniðugt að sjá fyrir mér eiginmennina Björn og Benny semja falleg lög sem eiginkonurnar sungu. En svo skildu hjónin auðvitað. Abba lifir hins vegar góðu lífi. Ég áttaði mig á því þegar ég sá Mamma Mia með dætrum mínum tveimur. Ég er síðan svo dæmalaust lánsöm að Abbagenin virðast ríkjandi í fjölskyldunni. Dæturnar eru eldheitir aðdáendur og eiga geisladisk með tónlist Mamma Mia sem hlustað er á aftur og aftur og stundum tekinn með í bílinn til að njóta á leið í skóla og leikskóla. Sú eldri er á Mamma Mia-dansnámskeiði og hélt í vikunni danssýningu á elliheimili í hverfinu. Hún stóð sig að sögn svo vel að hún fékk piparköku og djúsglas fyrir. Sú yngri raular Money, Money, Money á morgnana, sem er reyndar nokkuð passandi í verðbólguástandinu (sér í lagi þegar litið er á textann: I work all night, I work all day, to pay the bills I have to pay. Ain"t it sad, and still there never seems to be a single penny left for me. That"s too bad). En sjálfsagt er barnið ekki með verðbólguna í huganum þegar hún raular uppáhaldslagið sitt. Tónlist Abba lifir af skilnað hljómsveitarinnar og tískusveiflur. Ömmur, mömmur og litlar stelpur hafa allar gaman af tónlistinni. Hvað varðar pæjurnar tvær er eldri systirin á því að Agnetha sé sætari af því að hún er ljóshærð. Sú yngri segir að ómögulegt sé að gera upp á milli kvennanna. Mér hefur svo alltaf fundist að fyrst Abba kom frá Svíþjóð hljóti að vera vit í Svíum og að hin sönglandi sænska tunga hafi leitt af sér þessa listamenn. Kannski að það sé oftúlkun, en eftir stendur að það er bjargföst trú mín að Abba sé besta hljómsveit í heimi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun