Mikil hækkun á Wall Street 19. september 2008 20:08 Hamagangur í öskjunn á Wall Street í dag. Mynd/AP Fjárfestar í Bandaríkjunum tóku fagnandi stórtækum björgunaraðgerðum bandaríska ríkisins sem tilkynntar voru í dag og felast í því að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar sem tekur við öllum - eða velflestum - eignum bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem eru orðnar næsta verðlausar og illseljanlegar eftir fall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Á meðal lánanna eru undirmálslán og veð þeim tengdum. Þetta eru skuldabréfavafningar sem hafa hrunið í verði síðasta árið og ein helsta rót lausafjárkrísunnar sem riðið hefur fjármálamörkuðum víða um heim. Björgunaraðgerðirnar munu kosta bandaríska skattgreiðendur hundruð milljarða bandaríkjadala, líkt og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, bentu á í dag. Stofnun sjóðsins eru þó einungis einn stór liður í mörgum aðgerðum sem margir af helstu seðlabankar heimsins hafa tekið á sig til að koma í veg fyrir alvarlegar hremmingar um allan heim. Þar á meðal hafa bankarnir dælt inn fjármagni á markaðinn og opnað bönkum og fjármálafyrirtækjum lánaglugga svo þeir geti orðið sér úti um erlendan gjaldeyri, sem mjög hefur skort í hagkerfið. Ríkissstjórn Bandaríkjanna og aðrir ráðamenn tengdir fjármálaheiminum vestra ræða nánari útlistanir á aðgerðunum um helgina. Hlutabréf hafa hækkað víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,35 prósent í dag og Nasdaq-vísitalan um 3,40 prósent. Þetta er annar stóri hækkanadagurinn vestanhafs í röð en helstu hlutabréfavísitölur ruku upp um allt að fimm prósent í gær eftir að bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNBC lak því út hvað stjórnvöld hefðu í bígerð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestar í Bandaríkjunum tóku fagnandi stórtækum björgunaraðgerðum bandaríska ríkisins sem tilkynntar voru í dag og felast í því að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar sem tekur við öllum - eða velflestum - eignum bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem eru orðnar næsta verðlausar og illseljanlegar eftir fall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Á meðal lánanna eru undirmálslán og veð þeim tengdum. Þetta eru skuldabréfavafningar sem hafa hrunið í verði síðasta árið og ein helsta rót lausafjárkrísunnar sem riðið hefur fjármálamörkuðum víða um heim. Björgunaraðgerðirnar munu kosta bandaríska skattgreiðendur hundruð milljarða bandaríkjadala, líkt og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, bentu á í dag. Stofnun sjóðsins eru þó einungis einn stór liður í mörgum aðgerðum sem margir af helstu seðlabankar heimsins hafa tekið á sig til að koma í veg fyrir alvarlegar hremmingar um allan heim. Þar á meðal hafa bankarnir dælt inn fjármagni á markaðinn og opnað bönkum og fjármálafyrirtækjum lánaglugga svo þeir geti orðið sér úti um erlendan gjaldeyri, sem mjög hefur skort í hagkerfið. Ríkissstjórn Bandaríkjanna og aðrir ráðamenn tengdir fjármálaheiminum vestra ræða nánari útlistanir á aðgerðunum um helgina. Hlutabréf hafa hækkað víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,35 prósent í dag og Nasdaq-vísitalan um 3,40 prósent. Þetta er annar stóri hækkanadagurinn vestanhafs í röð en helstu hlutabréfavísitölur ruku upp um allt að fimm prósent í gær eftir að bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNBC lak því út hvað stjórnvöld hefðu í bígerð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira